Neyt­end­a­sam­tök­in segj­a mik­il­vægt að leggj­a á­hersl­u á styðj­and­i stuðn­ing, stuðn­ing við ný­sköp­un og bein­an stuðn­ing við bænd­ur. Þett­a segj­a þau í yf­ir­lýs­ing­u í ljós­i frétt­a síð­ust­u daga um að sell­er­í sé ó­fá­an­legt í versl­un­um vegn­a hamlandi og mis­skil­inn­ar toll­vernd­ar.

Í á­lykt­un sam­tak­ann­a seg­ir að val­frels­i neyt­end­a sé grund­vall­ar­at­rið­i og að neyt­end­ur hafi „orð­ið fyr­ir barð­in­u á ó­vit­ur­leg­u kerf­i“ sem hafi búið til vör­u­skort.

Þau telj­a mik­il­vægt að það sé hér á Ís­land­i stund­að­ur öfl­ug­ur land­bún­að­ur því inn­lend fram­leiðsl­a muni allt­af stand­a und­ir meg­in­n­eysl­u þjóð­ar­inn­ar.

„En til­raun­ir til neysl­u­stýr­ing­ar með toll­um og önn­ur vernd­ar­hyggj­a eru hamlandi stuðn­ing­ur sem leið­ir til taps neyt­end­a, og fram­leið­end­a þeg­ar lit­ið er til lengr­i tíma. Þess­i hamlandi stuðn­ing­ur er hlut­i af gam­all­i og hverf­and­i arf­leifð, af hverr­i bænd­ur hafa hing­að til ekki rið­ið feit­um hest­i og verð­ur að láta af,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i.

Þau segj­a að þess þurf­i að leggj­a á­hersl­u á styðj­and­i stuðn­ing, stuðn­ing við ný­sköp­un og bein­an stuðn­ing við bænd­ur.

„Ís­lensk­ir bænd­ur og aðr­ir mat­væl­a­fram­leið­end­ur hafa sýnt að þeim er heilt yfir treyst­and­i til að fram­leið­a holl og góð mat­væl­i. Mat­væl­a­fram­leið­end­ur verð­a að treyst­a eig­in fram­leiðsl­u. Treyst­a verð­ur neyt­end­um til að velj­a, en leggj­a til hlið­ar hamlandi hug­mynd­ir um toll­múr­a og neysl­u­stýr­ing­u,“ seg­ir að lok­um.

Frumvarpinu breytt í þinginu

Kristj­án Þór Júl­í­us­son, land­bún­að­ar­ráð­herr­a, brást í gær við orð­um fram­kvæmd­a­stjór­a Bón­us um sell­er­ís­kort en hann hafð­i sagt það ó­gjörn­ing að flytj­a það inn vegn­a þess að ráð­herr­a hefð­i sett á það of­ur­toll­a.

„Hið rétt­a er að í um­rædd­u frum­varp­i sem ég lagð­i fram haust­ið 2019 var lagt til að inn­flutn­ing­ur á sell­er­í og fleir­i land­bún­að­ar­vör­um væri toll­frjáls allt árið. Frum­varp­in­u var hins veg­ar breytt í með­för­um þings­ins,“ sagð­i Kristj­án Þór.