Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur tilkynnt Bankasýslunni ákvörðun um að hefja sölumeðferð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.

Ráðuneytið hefur aflað umsagnar bæði fjárlaganefndar og efnahags- og viðskiptanefndar um söluna eins og skylt er. Í greinargerð ráðuneytisins komu fram upplýsingar um markmið sölunnar og hvaða söluaðferð yrði beitt.

Bankasýslunni ber í samráði við ráðuneytið að tryggja að útfærslur verði í samræmi við ábendingar þingnefnda og hvort að það samræmist markmiðum ríkisins að greiddur verði út arður fyrir útboðið. Samkvæmt tilkynningu verður um að ræða sölu á 25 til 35 prósent eignarhlutarins að ræða.