„Við erum með GSM posa og þegar hann er búinn þá er ballið búið,“ segir Stella Þórðar­dóttir á Frederiks­sen sem var enn með við­skipta­vini og að af­greiða drykki til þeirra en það var enn kæling á skápum og hægt að af­greiða í gegnum GSM posa.

Hún átti ekki von á því að það yrði mikið að gera í kvöld og því yrði lokað snemma.

Eins og greint var frá fyrr í kvöld þá var raf­magns­laust í mið­bæ og hluta Vestur­bæjar og veitingamenn í miklum vandræðum. Nú fyrir stuttu kom rafmagn aftur á en rafmagnsleysið varði í um 90 mínútur.

Á Bæjarins bestu var ljós­laust en enn nóg að gera.
Fréttablaðið/Arnar Tómas

Þurfa að farga mat

Frétta­blaðið ræddi við veitinga­menn í kvöld sem sögðust taka þessu með stóískri ró en aðrir átti von á því að þurfa að farga mat sem ekki væri í kæli.

„Við tökum þessu með stóískri ró bara. Það var ekki mikið af inn­ritunum hjá okkur í dag og gestirnir sína þessu skilning. Kemur sér vel að við erum ekki stærra hótel,“ sagði Helgi Vig­fús­son á Reykja­vík Konsúlat Hótel.

Á Radi­son blu 1919 var ekki hægt að ræða við starfs­fólk sem var í vand­ræðum með að inn­rita gesti.

„Við erum nú þegar búin að fá mikið af fólki sem fær ekki matinn sem það pantaði og höfum þurft að farga mat. Kemur sér sér­stak­lega illa þar sem það er föstu­dagur,“ sagði Kristján Þor­steins­son, eig­andi Osushi og The Hun­gry Chef Cafe.

Ljóslaust á Gauknum.
Fréttablaðið/Arnar Tómas

Þá sagði rekstrar­stjóri á Gauknum að þau væru að skoða hvort það þyrfti að breyta tón­leikum kvöldsins í acoustic tón­leika en voru ó­viss um það hvort þau myndu hafa opið.

Ekki var hægt að innrita gesti á Radisson.
Fréttablaðið/Arnar Tómas