For­seti Úkraínu Volodí­mír Selenskíj rak í dag Iryna Vene­diktova, ríkis­sak­sóknara Úkraínu og Ivan Baka­nov, yfir­mann úkraínsku leyni­þjónustunnar. Reu­ters greinir frá þessu.

Ivan Baka­nov er æsku­vinur Selenskíj og Vene­ditova hefur leitt rann­sókn Úkraínu­manna á stríðs­glæpum Rússa í Úkraínu. Þau höfðu bæði að­stoðað Selenskíj við kosninga­bar­áttu hans þegar hann var í fram­boði.

Engin opinber á­stæða var gefin fyrir upp­sögnunum en Euroma­idan, frétta­stofa frá Úkraínu, greinir frá því á Twitter að Baka­nov hafi verið sagt upp störfum vegna lé­legra starfa sem leiddu til þess að ein­hver missti lífið.

Vara-ríkis­sak­sóknari Úkraínu, Oleksii Symon­en­ko hefur verið settur tíma­bundið í em­bætti ríkis­sak­sóknara.