Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu hefur verið út­nefndur sem manneskja ársins hjá banda­ríska tíma­ritinu Time.

Selenskíj, sem er 44 ára gamall hefur nánast dag­lega verið í fjöl­miðlum um allan heim í kjöl­far inn­rásar Rússa í Úkraínu.

Í frétt Timesegir að hug­rekki Selenskíj sé smitandi og spili það stórt hlut­verk í góðu gengi Úkraínu­manna gegn Rússum.

Selenskíj var áður fyrr leikari og grín­isti. Hann tók við em­bætti for­seta Úkraínu árið 2019.