Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu hefur verið útnefndur sem manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time.
Selenskíj, sem er 44 ára gamall hefur nánast daglega verið í fjölmiðlum um allan heim í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.
TIME's 2022 Person of the Year: Volodymyr Zelensky and the spirit of Ukraine #TIMEPOY https://t.co/06Y5fuc0fG pic.twitter.com/i8ZT3d5GDa
— TIME (@TIME) December 7, 2022
Í frétt Timesegir að hugrekki Selenskíj sé smitandi og spili það stórt hlutverk í góðu gengi Úkraínumanna gegn Rússum.
Selenskíj var áður fyrr leikari og grínisti. Hann tók við embætti forseta Úkraínu árið 2019.