Skurð­læknir í Austur­ríki hefur verið sektaður um sem nemur hálfri milljón króna fyrir að fjar­lægja rangan fót­legg af sjúk­lingi í að­gerð fyrr á þessu ári.

Skurð­læknirinn, 43 ára kona, var fundinn sekur um víta­vert gá­leysi fyrir dómi. Hún lýsti mála­vöxtum á þann veg að röð mis­taka hefði leitt til þess að hún fjar­lægði hægri fót­legg sjúk­lingsins í stað þess vinstri. Sjúk­lingurinn var 82 ára karl­maður sem vegna veikinda gat lítið tjáð sig og ekki stað­fest hvorn fótinn ætti að fjar­lægja.

Í frétt Guar­dian kemur fram að mis­tökin hafi ekki upp­götvast fyrr en skipta átti um um­búðir á sárinu tveimur dögum eftir að­gerðina í maí síðast­liðnum. Fékk sjúk­lingurinn í kjöl­farið þau skila­boð að samt sem áður þyrfti að fjar­lægja vinstri fót­legginn. Maðurinn lést áður en málið var af­greitt fyrir dóm­stólum.

Ekkja mannsins fékk dæmdar um 900 þúsund krónur í bætur en læknirinn, sem starfar nú á öðru sjúkra­húsi, var sektaður um sem nemur hálfri milljón króna sem fyrr segir.