Kona sem fundin var sek um að gefa upp rangt innflutningsverð á Land Rover-jeppa var í gær dæmd til að greiða tæpar 5,3 milljónir króna í sekt.

Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjaness að konan hafi í júní 2019 flutt inn fjögurra ára gamlan Land Rover Defender 90 Txs-jeppa frá Bretlandi til Reykjavíkurog gefiðtollayfirvöldum upprangt kaupverð.Hún hafi sagst hafa greitt 20 þúsund bresk punden bíllinní raun kostað 35.700 pund, sem er jafnvirði 6,6 milljóna króna í dag. Þar með hafi hún ætlað að koma sér undan greiðslu á 2.636.412 krónum í aðflutningsgjöld.

Sektin nemur tvöfaldri þeirri upphæð sem konan hugðist sleppa undan. Greiði hún ekki innan fjögurra vikna þarf hún að sitja 90 daga í fangelsi.