Tyrk­neskur frétta­maður var við störf þegar eftir­skjálfti að stærð 7 á Richter skók bæinn Malatya í austur­hluta landsins að­eins ör­fáum klukku­stundum eftir fyrsta jarð­skjálftann í nótt.

Sá jarð­skjálfti, sem mældist 7,8 að stærð, hefur nú orðið að minnsta kosti 1.300 manns að bana í Tyrk­landi og Sýr­landi. Fleiri þúsund manns eru einnig særðir.

Búist er við að tala látinna muni hækka en tæp­lega 9.000 manns vinna nú hörðum höndum við björgunar­að­gerðir.