Tyrkneskur fréttamaður var við störf þegar eftirskjálfti að stærð 7 á Richter skók bæinn Malatya í austurhluta landsins aðeins örfáum klukkustundum eftir fyrsta jarðskjálftann í nótt.
Sá jarðskjálfti, sem mældist 7,8 að stærð, hefur nú orðið að minnsta kosti 1.300 manns að bana í Tyrklandi og Sýrlandi. Fleiri þúsund manns eru einnig særðir.
Búist er við að tala látinna muni hækka en tæplega 9.000 manns vinna nú hörðum höndum við björgunaraðgerðir.
Massive (over 7.0 magnitude) aftershock has just hit Turkey’s south, hours after the original quake. Hard to watch, pic.twitter.com/KHr2yhnW9I
— Piotr Zalewski (@p_zalewski) February 6, 2023