Einhverjar tafir urðu við inn­ritun far­þega á Kefla­víkur­flug­velli í morgun vegna bilunar á tölvu­kerfi. Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair, stað­festir það í sam­tali við Frétta­blaðið. Fyrst var greint frá á RÚV.

Ás­dís segir að tafir hafi ekki verið veru­legar og býst við því að það muni jafna sig út í dag. Á heima­síðu Isavia má sjá að flug sem fóru í morgun voru að jafnaði um hálf­tíma sein í loftið. Ás­dís segir það vegna bilunarinnar.

„Inn­ritunar­kerfið datt niður í um klukku­tíma í morgun, af ein­hverjum tækni­legum á­stæðum. Það skapaðist töf út af því. Í morgun var um hálf­tíma eða klukku­tíma seinkun, en það á ekki að hafa mikil á­hrif út daginn,“ segir Ás­dís.

Í gær voru tals­verðar seinkanir hjá Icelandair vegna tækni­legra at­riða vélar sem flaug til Bergen í gær morgun og við­gerða á annarri vél sem var í Stavan­ger. Það hafi valdið keðju­verkandi seinkunum á öðrum vélum. Ás­dís segir í sam­tali við Frétta­blaðið í dag að það sé leyst og því sé ekki von á fleiri seinkunum í dag í tengslum við það.