Seinkun hefur orðið á brott­för nokkurra flug­véla Icelandair í dag en Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi flug­fé­lagsins, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að á­stæður seinkunarinnar megi rekja til tækni­legra at­riða með vél fé­lagsins sem var á leiðinni til Bergen í morgun og við­gerða á annarri vél í Stavan­ger sem saman hafi olli keðju­verkandi seinkunum á öðrum vélum, meðal annars vegna kyrrsetningar á Boeing 737 Max 8. Hún segir að mögu­lega verði einhverjum flugum fé­lagsins einnig seinkað á morgun.

Þó­nokkrar tafir hafa orðið á brott­för flug­véla frá fyrir­tækinu líkt og sjá má á vef­síðu Kefla­víkur­flug­vallar. Þannig fór um­rædd vél fé­lagsins sem átti að fara til Bergen klukkan 10:30 í morgun ekki fyrr en um fjögur­leytið í dag og þá hefur ferð fé­lagsins til Osló verið frestað um fjóra tíma.

Hið sama er að segja um flug fé­lagsins til Stokk­hólms, Tor­onto og Boston en brott­för þeirra hefur verið frestað um klukku­stund. Þá er á­ætluð brott­för flugs fé­lagsins til Kaup­manna­hafnar klukkan 21:50 í kvöld en vélin átti að leggja af stað klukkan 18:55 og því um að ræða rúm­lega þriggja klukku­stunda seinkun.

Ás­dís segir að á­stæður seinkunarinnar megi jafn­framt rekja til við­gerðar á vél fé­lagsins í Stavan­ger og sú bilun á­samt bilun vélarinnar í Bergen hafi valdið keðju­verkandi á­hrifum þar sem fé­lagið búi við minna svig­rúm um þessar mundir þar sem fé­lagið sé með fimm vélar á leigu vegna kyrr­setningar Boeing 737 Max 8.

„Við höfum haft minna svig­rúm ef eitt­hvað kemur upp á með vara­vélar þessa dagana og búumst við því að þetta geti haft á­hrif í dag og á morgun en erum að gera okkar besta til að láta þetta ganga upp þrátt fyrir þessar tvær upp­á­komur,“ segir Ás­dís.