Sig­ríður Á. Ander­sen, fyrr­verandi þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins og dómsmálaráðherra, segir að fyrir­huguð full af­létting sótt­varnar­ráð­stafana innan­lands þann 18. nóvember næst­komandi, verði í raun og veru ekki full af­létting. Á­fram verði hægt að senda fólk í sótt­kví sem hljóti að teljast í­þyngjandi sótt­varnar­að­gerðir. Hún segir engan þora að axla ábyrgð.

„Ég veit ekkert hvað þetta þýðir að sagt sé að öllu verði af­létt hér 18. nóvember. Öllu hverju? Ætla menn á­fram að senda fólk í sótt­kví, af því það er hluti af þessum að­gerðum. Fólk sem fer í skimun, mun það enn eiga í hættu á að senda fólk í kringum sig í sótt­kví? Eina sem ég sé að hafi breyst er að það var verið að fella niður grímu­skyldu á hár­greiðslu­stofum, svo líka það, að því er virðist, að verið sé að taka upp skimun á við­burðum eins og í Hörpunni eða á tón­leikum,“ segir Sig­ríður.

„Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu“

Hún segir að fólk muni frekar sleppa því að gera sér ferð á tón­leika eða aðra skemmtun ef gestir þurfi í skimun fyrir hverja þá við­burði. Hún segir að lítið hafi fengist með af­léttingu yfir­valda: „Þessi á­kvörðun sem tekin var er um mjög lítið. Þetta er engin af­létting. Enn er eins metra regla sem dregur úr gesta­fjölda á veitinga­stöðum, til dæmis,“ segir Sig­ríður.

Hún skaut á fyrrum sam­ráð­herra sinn, Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur, á Twitter í gær. Sig­ríður sagði Þór­dísi hafa talað fyrir fullri af­léttingu, en sú hafi ekki verið raunin þegar á hólminn var komið.

„Menn eru alltaf að segjast vilja gera eitt­hvað en svo er það aldrei gert. Menn skýla sér í fyrsta lagi bak­við það að þetta sé ekki þeirra að á­kveða, en menn hafa þó enn­þá vald yfir skoðunum sínum og af­stöðu til málsins. Þegar ráð­herrann lýsir því þarna að það sé full sam­staða með að­gerðum þá er hún annað hvort að gera lítið úr sinni af­stöðu fyrir nokkrum dögum. Það er ekki bæði haldið og sleppt í þessu,“ segir Sig­ríður.

Hún bætir við: „En það virðist vera full sam­staða um þetta og ef svo er þá þýðir ekki að vera halda í hinu orðinu fram að menn vilji gera eitt­hvað annað.“

Yfirvöld hafi ekki í sér að stíga út úr ástandinu

Sig­ríður er ekki ýkja hrifin af á­kvarðana­fælni yfir­valda: „Ég hef haft mjög litla trú á því að þetta fólk hafi það í sér að stíga út úr þessu á­standi. Það vill enginn axla né taka neina á­byrgð. Vegna þess að menn vita að smit­tölum mun fjölga ein­hvern tímann og Land­spítalinn kemur fram og getur sagt að hann geti ekki tekið á móti Co­vid-sjúk­lingum, en það er ekkert nýtt. Land­spítalinn getur ekki tekið á móti rútu­slysi.“

Sig­ríður saknar um­ræðu um af­léttingu á landa­mærunum: Það er aldrei talað um landa­mærin. Frétta­menn spyrja aldrei um þau. Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin, það er fjöldi fólks sem vill hlýða henni í einu og öllu. Hún mælir gegn að­gerðum eins og við höfum hérna á landa­mærunum frá upp­hafi far­aldursins og á­réttaði það síðast nú í júlí, að þetta eru ekki að­gerðir sem Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin mæli með. Að það sé verið að skima ein­kenna­laust fólk í gríð og erg,“ segir Sig­ríður.