Sindri Freyr Ás­geirs­son og Ey­þór Máni Steinars­son standa nú fyrir vef­síðu þar sem fólki gefst kostur á að villa um fyrir stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra í leit þeirra að Kehdr fjöl­skyldunni, sem nú er í felum.

Sindri segir í sam­tali við Frétta­blaðið að um sé að ræða sjálfvirknivæðingu borgara­legrar ó­hlýðni en Jóhann K. Jóhanns­son, upp­lýsinga­full­trúi ríkis­lög­reglu­stjóra, segir villandi á­bendingar ekki hafa haft teljandi á­hrif á leitina að fjöl­skyldunni.

„Í þessum töluðu orðum hafa 1900 manns heim­sótt síðuna. Hug­myndin er í raun frá mér en ég er ekki jafn tækni­hæfur og Ey­þór sem á sem­sagt lénið. Okkur datt þetta í hug í gær því okkur langar til að fylla póst­hólfið hjá þeim, þannig að það væri erfitt fyrir þau að sor­tera út hvað er raun­veru­legt og hvað ekki,“ segir Sindri.

Á síðunni er að finna fimm­tíu þúsund heimilis­föng sem síðan velur af handa­hófi í hvert sinn sem vef­síðan er heim­sótt. Þá eru hundrað mis­munandi titlar á tölvu­póstum í boði.
„Þetta settum við upp þannig að þér sé svo vísað beint í að senda póst á stoð­deild lög­reglunnar.“

Sindri segir að þeim fé­lögum hafi verið mis­boðið þegar lög­reglan hafi á­kveðið að lýsa eftir fjöl­skyldunni. „Ég fann fyrir smá svona Gesta­po vibes þegar lög­reglan biðlar til fólks um að upp­ljóstra hvar „ó­lög­legt fólk“ er að fela sig, þannig okkur var bara mjög mis­boðið og litum svo á að það hlyti að vera hægt að sjálf­virkni­væða svona borgara­lega ó­hlýðni og gera þröskuldinn fyrir það að stunda þessa ó­hlýðni eins auð­veldan og hægt er,“ segir Sindri.

„Við litum svo á það þannig að ef við myndum senda hundrað sinnum myndi lög­reglan mögu­lega hafa sam­band við okkur en ef að hundrað, jafn­vel hvað þá núna mögu­lega þúsund, myndi lög­reglan ekki fara á eftir öllum. Og ég held að við höfum alla­vega gert okkar í að gera fólki auð­veldara að fylla in­boxið hjá lög­reglunni.“

Þannig þið hafið litlar á­hyggjur af viður­lögum vegna málsins?

„Svo er það. Það er oft talað um að það sé hægt að sekta fólk fyrir að stunda svona „prank calls“ í neyðar­línuna en við litum á þetta sem svo að þetta sé okkar ein­læga gisk á það hvar við höldum að fjöl­skyldan sé. Við sjáum það sem svo að allir séu að gera sitt ein­læga besta til að hjálpa lög­reglunni,“ segir hann.

„Hvernig sér lög­reglan mun á þeim sem er í al­vörunni að skrifa niður sitt eigið póst­fang? Hver eru rökin á bak við það að ég skrifi niður eitt­hvað póst­fang versus það að tölvan búi það til? Þannig af hverju ættirðu að geta farið eftir mér en ekki öðrum sem sendi eitt­hvað sem reyndist svo vera vit­laust?“

Fréttablaðið/Skjáskot

Inni á síðunni segir meðal annars: „Ef þú vilt "hjálpa" fas­istunum við að leita að fólki í neyð getur þú ýtt á takkann hérna neðst á síðunni og sent tölvu­póst frá þínu net­fangi beint á stoð­deild lög­reglunnar.“

„Við sjáum þetta þannig að lög­reglan sé mögu­lega að fylgja reglum sem brýtur gegn mann­réttindum fólks. Ég held að allir sjái það að þessar reglu­gerðir brjóta gegn barna­sátt­málanum og lögum um mann­réttindi fólks,“ segir Sindri.

„Ég er kannski ekkert endi­lega að gagn­rýna ein­staka lögreglu­menn en ég er klár­lega að gagn­rýna starf­semi lög­reglunnar og fram­ferði þeirra í þessu til­tekna máli.“

Ekki teljandi á­hrif

Jóhann K. Jóhanns­son, upp­lýsinga­full­trúi stoð­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, hafði ekki heyrt minnst á vef­síðu þeirra fé­laga þegar Frétta­blaðið heyrði í honum í kvöld.

Hann segir að staða mála sé enn ó­breytt hvað varðar leitina að fjöl­skyldunni. Villandi á­bendingar sem meðal annars hafi borist eftir sam­töl ein­stak­linga á sam­fé­lags­miðlum hafi lítil á­hrif.

„Það hefur komið inn tugir á­bendinga. En við erum með fólk í fram­línunni í þessu sem öðru sem er fljótt að greina úr hverju ber að fylgja eftir og hverju ekki. Þannig við áttum okkur alveg á því,“ segir Jóhann. „Þetta hefur ekki tafið neina vinnu.“

Hann bendir á að stoð­deildinni beri að fram­fylgja vilja yfir­valda. Hann segir að­spurður að það sé svo annarra lög­reglu­em­bætta að sem sjá um að bregðast við slíkum brotum, séu þess þá til­efni til.