Septem­ber hefur verið við­burða­ríkur mánuður í evrópskum stjórn­málum. Í kosningum í tveimur aðildar­ríkjum Evrópu­sam­bandsins, Sví­þjóð og Ítalíu, hafa flokkar yst til hægri á pólitíska lit­rófinu unnið stór­sigra og eru lík­legir til að hafa veru­leg á­hrif á stjórnar­stefnu ríkjanna á næstu árum.

Ó­líkt flestum á­móta þjóð­ernis­flokkum sem hafa náð árangri á síðustu árum eiga flokkarnir tveir, Sví­þjóðardemó­kratar og Bræður Ítalíu, það sam­eigin­legt að eiga rætur að rekja til yfir­lýstra fas­ista­hreyfinga.

Sví­þjóðardemó­kratar voru stofnaðir á níunda ára­tugnum upp úr hreyfingum ný­nasista en Bræður Ítalíu eru ó­beint fram­hald af Ítölsku sam­fé­lags­hreyfingunni, ný­fas­ista­flokki sem var stofnaður eftir seinna stríð af fyrr­verandi með­limum Fas­ista­flokks Mus­so­lini. Þrátt fyrir þennan upp­runa hafna báðir flokkarnir því í dag að nú­tíma­stefna þeirra sé fasísk.

Stjórn­mála­fræðingunum Evu H. Önnu­dóttur og Ei­ríki Berg­mann kemur saman um að hvorki Sví­þjóðardemó­kratar né Bræður Ítalíu geti enn talist fas­ista­flokkar þrátt fyrir upp­runann.

„Fas­ismi hafnaði öllu sem heitir lýð­ræði,“ segir Eva. „Flokkar eins og Sví­þjóðardemó­kratar eða Bræður Ítalíu hafna ekki lýð­ræði per se, en það eru á­kveðin at­riði í stefnu þeirra hvað varðar inn­flytj­endur og aðra jaðar­setta hópa sem ganga gegn frjáls­lyndu lýð­ræði eins og við þekkjum það í dag.“

„Þótt þeir séu kannski í and­stöðu við hinn frjáls­lynda hluta frjáls­lynds lýð­ræðis, þá að­hyllast þeir lýð­ræði í merkingunni kosningar og meiri­hlutaræði,“ segir Ei­ríkur.

„Þetta er það sem Viktor Or­bán, for­sætis­ráð­herra Ung­verja­lands, lýsti sem ó­frjáls­lyndu lýð­ræði. Það má segja það um Bræður Ítalíu að þeir hallist að slíkum hug­myndum um lýð­ræði, svona vald­boðs­lýð­ræði eins og á sér stað í Ung­verja­landi,“ bætir Ei­ríkur við.

Eva segir það til­tölu­lega auð­velt fyrir hreyfingar á borð við Sví­þjóðardemó­krata og Bræður Ítalíu að sverja af sér fasískan upp­runa sinn. „Þeir bara benda á sína stefnu­skrá og að þeir séu hluti af hinum lýð­ræðis­lega leik. Á hinn bóginn getur verið ýmis­legt í stefnu þessara flokka sem getur verið skað­legt lýð­ræði.“

Ei­ríkur telur að þótt báðir þessir flokkar eigi bein tengsl við fas­ista­hreyfingar síðustu aldar geri fylgni þeirra við lýð­ræðis­skipu­lag það að verkum að þeir geti ekki talist fasískir stjórnar­flokkar í eðli sínu.

Stjórnmálafræðingarnir Eva H. Önnudóttir og Eiríkur Bergmann.
Mynd/samsett

Til að stíga fullnaðar­skref inn í fas­isma segir Ei­ríkur að flokkur verði al­farið að hafa af­numið lýð­ræðis­hug­sjónina. Hann bendir á Rúss­land Vla­dí­mírs Pútíns sem dæmi um það.

„Þar er ein­fald­lega búið að af­nema lýð­ræðið og hreyfingin orðin fasísk,“ segir Ei­ríkur, sem segist ó­hræddur við að stimpla Vla­dí­mír Pútín sem fas­ista.

„Vegna þess að hann iðkar ekki lýð­ræði heldur sýndar­lýð­ræði. Og þrátt fyrir allt sem gengið hefur á í Evrópu og sér í lagi í Ung­verja­landi þar sem lengst hefur verið gengið þá hafa menn ekki hingað til stigið það fullnaðar­skref inn í fas­ismann að af­nema virkt lýð­ræði þótt farið sé að þrengja að því,“ segir Ei­ríkur.

„Mér hefur ekki þótt rétt að nota fas­ista­hug­takið yfir þessa þróun sem hefur átt sér stað undan­farið, kannski vegna þess að við þurfum að eiga það inni þegar fas­ismi kemst á eins og hefur gerst í Rúss­landi,“ segir Ei­ríkur.