Horf­a á til lands­ins í heild þeg­ar vald­ir eru stað­ir fyr­ir vind­myll­ur í stað þess að myll­un­um sé dreift um land­ið að vali sveit­ar­fé­lag­a. Þett­a seg­ir Um­hverf­is­stofn­un í til­efn­i á­form­a um stór­ar vind­myll­ur á Grjót­háls­i í Norð­ur­ár­dal.

Sveit­ar­stjórn Borg­ar­byggð­ar sam­þykkt­i 11. febr­ú­ar síð­ast­lið­inn skip­u­lags- og mats­lýs­ing­u fyr­ir að­al­skip­u­lags­breyt­ing­u í land­i Haf­þórs­stað­a og Sig­mund­ar­stað­a sem fæli í sér að jörð­un­um yrði breytt úr land­bún­að­ar­svæð­i í iðn­að­ar­svæð­i sem reis­a vind­myll­ur á Grjót­háls­i.

Nýta á vind­inn á Grjót­háls­i í land­i Haf­þórs­stað­a og Sig­mund­ar­stað­a til raf­ork­u­fram­leiðsl­u.
Mynd/Úr kynningarefni

„For­send­ur fyr­ir stað­setn­ing­u vind­myll­a á Grjót­háls­i byggj­a með­al ann­ars á nið­ur­stöð­um veð­ur­mæl­ing­a, sem bend­a til þess að Grjót­háls sé á­kjós­an­leg­ur stað­ur til nýt­ing­ar vind­ork­u,“ seg­ir í kynn­ing­ar­efn­i á vef Borg­ar­byggð­ar.

Um­rætt svæð­i er tæpa átta kíl­ó­metr­a austn­orð­aust­ur af Hreð­a­vatns­skál­a og þétt­býl­in­u á Bif­röst. Rætt hef­ur ver­ið um tvær til sex vind­myll­ur þar sem spað­arn­ir nái í allt að 150 metr­a hæð yfir jörð­u.

Gert er ráð fyr­ir að vind­myll­u­spað­arn­ir nái 150 metr­a hæð. Myll­an lengst til hægr­i sýn­ir hvern­ig 150 metr­ar eru í sam­an­burð­i við 77 metr­a eins og myll­an lengst til vinstr­i sem er á hæð við Hall­gríms­kirkj­u.
Mynd/Úr kynningarefni

„Sjálf­bær ork­u­fram­leiðsl­a eins og sú sem hér um ræð­ir hef­ur ver­ið eitt helst­a við­bragð sam­fé­lag­a á al­þjóð­a­vís­u við þeirr­i vá sem staf­ar af hlýn­un jarð­ar,“ seg­ir í skip­u­lags­lýs­ing­u VSÓ ráð­gjaf­ar fyr­ir hönd fram­kvæmd­a­að­il­ann­a.

Ná­grann­ar Sig­mund­ar­stað­a og Haf­þórs­stað­a og hags­mun­a­að­il­ar víða í hér­að­in­u hafa mót­mælt á­form­un­um af hörk­u og tal­ið upp marg­vís­leg­ar á­stæð­ur fyr­ir and­stöð­u sinn­i. Er þar með­al ann­ars um að ræða að fugl­a­líf­i og öðru líf­rík­i sé ógn­að og gagn­rýn­i vegn­a sjón- og há­vað­a­meng­un­ar sem spill­a muni tekj­u­mög­u­leik­um í sveit­inn­i og verð­fell­a fast­eign­ir. Á­skilj­a sum­ir sér rétt til að sækj­a bæt­ur til Borg­ar­byggð­ar sam­þykk­i sveit­ar­fé­lag­ið skip­u­lags­breyt­ing­ar sem heim­il­a upp­setn­ing­u vind­myll­ann­a.

Frek­ar marg­ar vind­myll­ur á ein­um stað en dreif­a þeim

Um­hverf­is­stofn­un bend­ir á það í sinn­i um­sögn að í drög­um að breyt­ing­u á lög­um um vernd­ar- og ork­u­nýt­ing­ar­á­ætl­un sé lagt til að svo­köll­uð gul svæð­i verð­i í flokk­i tvö. Þar verð­i svæð­i „sem gætu í eðli sínu al­mennt ver­ið við­kvæm fyr­ir upp­bygg­ing­u vind­ork­u­ver­a eða ann­arr­i mann­virkj­a­gerð,“ eins og seg­ir í um­sögn­inn­i.

„Virkj­un­ar­kost­ir í vind­ork­u inn­an slíkr­a svæð­a gætu þó kom­ið til grein­a að upp­fyllt­um til­tekn­um skil­yrð­um, meg­in­regl­um og við­mið­um,“ seg­ir Um­hverf­is­stofn­un sem kveð­ur um­rætt svæð­i á Grjót­háls­i ein­mitt vera á slík­u gulu svæð­i sem verð­i í flokk­i tvö.

„Það er mat Um­hverf­is­stofn­un­ar að frek­ar en að hvert sveit­ar­fé­lag á­kveð­i að stað­setj­a vind­myll­ur hvert í sínu sveit­ar­fé­lag­i eigi frek­ar að líta til lands­ins í heild og velj­a svæð­i sem hent­ar til slíkr­ar ork­u­fram­leiðsl­u þar sem hægt er að koma fyr­ir mjög mörg­um vind­myll­um í stað þess að dreif­a þeim um land allt,“ und­ir­strik­ar Um­hverf­is­stofn­un.