For­svars­menn ReyCup og Knatt­spyrnu­deildar Sel­foss segjaí sam­eigin­legri yfir­lýsinguað ekki hafi verið um að ræða á­setning vegna mynda­vélar í gistað­stöðu stúlkna í þriðja og fjórða flokki Sel­foss um helgina, heldur fyrst og fremst at­hugunar­leysi.

Þá segjast for­svars­mennirnir harma málið. Eins og Frétta­blaðið greindi frá stuttu fyrir há­degi, áttuðu fót­bolta­stúlkur, sem taka þátt í ReyCup, sig sjálfar á því í gær­kvöldi að eftir­lits­mynda­vélar í svefn­sal þeirra í Laugar­dals­höll voru í gangi. Þær höfðu oft verið fá­klæddar og jafn­vel naktar í rýminu og voru eðli­lega ó­sáttar við að vera á upp­töku.

Í yfir­lýsingunni frá Knatt­spyrnu­deild Sel­foss og ReyCup segir að málið hafi verið til­kynnt til lög­reglu sem þegar hafi hafið rann­sókn. „Stjórn ReyCup harmar þessa stöðu sem upp er komin og lýsir fullum stuðningi við þær stúlkur sem þarna gistu,“ segir í til­kynningunni.

„Ekkert bendir til þess að um neins­konar á­setning sé um að ræða, heldur fyrst og fremst at­hugunar­leysi sem er af­skap­lega miður og vill stjórn mótsins biðjast vel­virðingar á því.

Stjórn ReyCup og full­trúar Knatt­spyrnu­deildar Sel­foss hafa unnið að í góðu sam­starfi að því að finna þessu máli réttan far­veg í sam­starfi við lög­reglu.“

Myndavélarnar ekki faldar

Birgir Bárðarson framkvæmdarstjóri hallarinnar sagði Fréttablaðinu í morgun að um handvömm hjá mótshöldurum hafi verið að ræða.

Það var ekki talað um það sérstaklega að það þyrfti að slökkva á þeim. Ef slökkva hefði átt á þeim þá hefði þurft að hafa samband við mig og það var ekki gert,“ sagði Birgir.

Hann lagði áherslu á að ekki væri um faldar myndavélar að ræða. „Þessar myndavélar eru ekki faldar. Það er öllum ljóst að það eru myndavélar í húsinu.“