Fagráð Að­stoðar eftir af­plánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum von­brigðum og veru­legum á­hyggjum vegna fyrir­hugaðrar lokunar fangelsisins að Sogni en fjallað var um það í fjöl­miðlum í vikunni að fáist ekki aukið fjár­magn til fangelsis­kerfisins þurfi að skera veru­lega niður.

„Fagráð verk­efnisins Að­stoð eftir af­plánun hjá Rauða krossinum lýsir yfir miklum von­brigðum og veru­legum á­hyggjum vegna þessarar fyrir­huguðu lokunar,“ segir í yfir­lýsingu frá fagráðinu þar sem þau hvetja ráða­menn til að endur­skoða á­kvörðun sína um að loka opna fangelsinu á Sogni.

„Við teljum að lokun á slíku opnu fangelsi muni hafa al­var­legar af­leiðingar á ein­stak­linga í af­plánun, að­stand­endur þeirra og sam­fé­lagið allt.“

Í á­lyktuninni segir að verk­efnið Að­stoð eftir af­plánun snúi að stuðningi við þau sem eru að ljúka af­plánun og að lögð sé á­hersla á að það sé á á­byrgð allra að styðja við ein­stak­linga í af­plánun og þau sem koma úr af­plánun með von um aukin lífs­gæði þeirra og að­stand­enda.

„Við erum ein­dregið þeirrar skoðunar að styrkja verði þennan mála­flokk með fjöl­breyttum stuðningsúr­ræðum og auknu náms­fram­boði á meðan á af­plánun stendur. Inn­leiða þarf betrunar­stefnu í mála­flokkinn og fjölga þarf opnum úr­ræðum eins og á Sogni, Kvía­bryggju og á Vernd en ekki loka þeim eða tak­marka,“ segir í á­lyktuninni og að Ís­lend eigi að feta í fót­spor ná­granna­þjóða okkar á Norður­löndum og auka mögu­leika dóm­þola á af­plánun í opnun fangelsum og utan fangelsa eins og með sam­fé­lags­þjónustu.

„Mikil­vægt er að ein­staklingar séu í já­kvæðum tengslum við fjöl­skyldu, börn sín og vini og eigi góðan mögu­leika á fjöl­breyttum stuðningsúr­ræðum á meðan af­plánun stendur. Rann­sóknir sýna í­trekað að þau sem rækta fjöl­skyldu­tengsl, býðst að vera virk, stunda vinnu eða nám á meðan af­plánun stendur gengur mun betur að fóta sig í sam­fé­laginu eftir að af­plánun lýkur og dregur það m.a. úr endur­komu í fangelsi. Fyrir­huguð lokun Sognar er ekki í takt við nýjustu rann­sóknir og væri stórt skref aftur á bak í fangelsis­málum á Ís­landi.“

Fagráð Að­stoðar eftir af­plánun hjá Rauða krossinum:
Arn­dís Vil­hjálms­dóttir, geð­hjúkrunar­fræðingur M.Sc
Auður Guð­munds­dóttir, verk­stjóri hjá Fangelsis­mála­stofnun ríkisins.
Bjarn­heiður P. Björg­vins­dóttir, verk­efna­stjóri Að­stoðar eftir af­plánun RKÍ.
Guð­mundur Ingi Þór­odds­son, for­maður Af­stöðu, fé­lags fanga á Ís­landi.
Helgi Gunn­laugs­son, af­brota­fræðingur og prófessor í fé­lags­fræði við Há­skóla Ís­lands.
Sig­ríður Ella Jóns­dóttir, deildar­stjóri Rauða krossins í Hafnar­firði, Garða­bæ og Kópa­vogi
Svala Jóhannes­dóttir, sér­fræðingur í skaða­minnkun og fjöl­skyldu­fræðingur hjá Heils­hugar.