Japönsk yfir­völd og Al­þjóð­lega ólympíu­nefndin í­trekuðu í dag skuld­bindingu sína til að halda Ólympíu­leikana í ár en þeim var frestað í fyrra vegna kórónu­veirunnar. Þau þver­taka fyrir allar fréttir sem ganga um að það eigi að af­lýsa leikunum. Í frétt Reu­ters um málið segir að yfir­lýsingar þeirra muni varla duga til að róa al­menning sem hafi miklar á­hyggjur af því að halda slíkan við­burð í miðjum heims­far­aldri. Á­ætlað er að leikarnir hefjist 23. júlí á þessu ári.

Stór hluti Japans er á neyðar­stigi en þar gengur yfir þriðja bylgja far­aldursins eins og víða annars staðar í heiminum. Tals­maður japönsku ríkis­stjórnarinnar sagði í dag að það væri „enginn sann­leikur“ í frétt breskra miðla um að ríkis­stjórnin hefði á­kveði í leyni að af­lýsa leikunum.

Í frétt breska miðilsins, Times, er vitnað í ó­nafn­greindan heimildar­mann í japönsku sam­steypu­stjórninni sem segir að ríkis­stjórnin sé að ein­beita sér að því að tryggja að þau fái að halda leikana á næsta lausa ári sem er árið 2032.

„Við aug­ljós­lega neitum fyrir þessa frétt,“ sagði Manabu Sakai á blaða­manna­fundi í dag en hann er hátt settur em­bættis­maður í Japan. Síðar sagði Ya­su­hiro Yamas­hita, yfir­maður japönsku ólympíu­nefndarinnar, að greinin væri til­búin og að það væri „rangt og fá­rán­legt“ að þurfa að svara fyrir hana.

Fleiri em­bættis­menn hafa einnig gert at­huga­semdir við fréttina og sagt hana valda sér miklum von­brigðum.

Al­þjóða­lega ólympíu­nefndin sagði í yfir­lýsingu að þau myndu gera ráð­stafanir til að tryggja að leikarnir yrði öryggir og að gætt yrði að sótt­vörnum.

Frétt Reu­ters er að­gengi­leg hér.

Leikarnir eiga að hefjast 23. júlí á þessu ári.
Fréttablaðið/EPA