Erlent

Segja tækni sína ekki hafa verið nýtta í morðið

Bandaríski miðillinn CNN fullyrðir að hugbúnaður NSO Group hafi verið notaður af sádí-arabískum yfirvöldum til að brjótast inn í síma Jamal Khashoggi.

Blaðamaðurinn Khashoggi. Fréttablaðið/Getty

Líklegt verður að teljast að innbrot í síma blaðamannsins Jamal Khashoggi og þar með í einkaskilaboð hans, myndavél, hljóðnema og öll önnur gögn hafi leitt til þess að sádí-arabísk yfirvöld ákváðu að myrða blaðamanninn, að því er fram kemur í umfjöllun CNN um málið. 

Jamal Khashoggi var myrtur með grimmilegum hætti á ræðismannaskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi þann 2. október síðastliðinn og hafa yfirvöld í Sádí-Arabíu allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa skipulagt morðið og sagt það hafa verið framið gegn þeirra vilja og meðal annars sótt til saka einstaklinga fyrir morðið.

Bæði tyrknesk yfirvöld sem og bandaríska leyniþjónustan CIA hafa þó fullyrt að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið. Greint var frá því í síðasta mánuði að blaðamaðurinn hefði sent fjölda Whatsapp skilaboða til félaga síns sem einnig var í útleigð þar sem hann úthúðaði valdhöfum í Sádí-Arabíu. Er hann sagður hafa sopið hveljur þegar hann komst að því að brotist hafði verið inn í síma sinn og beðið guð um að hjálpa sér.

Sjá einnig: Einkaskilaboð geti gefið vísbendingar um morðið

Forsvarsmenn fyrirtækisins, NSO Group sem hannaði hugbúnaðinn sem notaður var til þess að brjótast inn í síma Khashoggi, sem ber heitið Pegasus hafa þó þvertekið fyrir að hugbúnaður þeirra hafi komið nálægt morðinu líkt og áður segir og fullyrða að hann sé einungis nýttur til þess að berjast gegn hryðjuverkamönnum.

Fyrirtækið hefur þó reglulega verið harðlega gagnrýnt fyrir að selja búnað sinn til einræðisríkja og tjáði uppljóstrarinn Edward Snowden sig meðal annars um búnaðinn á fjarfundi með ísraelskum gestum, að því er fram kemur í umfjöllun CNN.

„NSO Group er, miðað við þau sönnunargögn sem við höfum, verstir af þem verstu í að selja þessi innbrotstól sem eru notuð um allan heim til að brjóta á mannréttindum fólks og brjóta niður andstöðu við valdhafa.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tækni

Vistuðu ótal læsileg lykilorð

Nýja-Sjáland

Ardern sögð sýna hugrekki með byssubanni

Bandaríkin

Íhuga að hætta við þotusölu

Auglýsing

Nýjast

Lykilleiðum lokað vegna veðurs

„​Barist á ýmsum víg­stöðvum“

Porsche kynnir Cayenne Coupe

Bar mislinga til Íslands: „Mjög máttlaus og með blússandi hita“

Lexus UX 250h frumsýndur

Fullnaðar­sigur Stundarinnar: „Á þessu bara að ljúka svona?“

Auglýsing