Lík­legt þykir að jarð­skjálftarnir við Fagra­dals­fjall séu vegna kviku­inn­skots við fjallið. Kviku­inn­skotið veldur spennu­breytingum vestan og austan við Fagra­dals­fjall og fram­kallar þar skjálfta, sem gjarnan eru kallaðir gikk­s­kjálftar. Þeir eru merki um spennu­losun, en tákna ekki að kvika sé á hreyfingu á þeim svæðum þar sem þeir mælast. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu Al­manna­varna.

Full­trúar frá Grinda­víkur­bæ, lög­reglunni á Suður­nesjum, Al­manna­varnar­deild Ríkis­lög­reglu­stjóra, HS Orku og öðrum við­bragðs­aðilum funduðu í dag í kjöl­far stóru skjálftanna á Reykja­nes­skaga síðast­liðinn sólar­hring. Á fundinum var farið yfir vöktunar­upp­lýsingar Veður­stofu Ís­lands og voru á­kvarðanir um við­búnað og við­bragð byggðar á þeim.

Þá kemur fram að í upp­hafi hrinunnar voru skjálftarnir á bilinu sex til átta kíló­metra dýpi, en fóru svo grynnkandi. Skjálfta­virknin hefur haldist stöðug frá því um eftir­mið­dag á laugar­dag og er á um tveggja til fimm kíló­metra dýpi.

Veður­stofa Ís­lands heldur á­fram að fylgjast grannt með svæðinu. Þar sem svæðið hefur verið sett á ó­vissu­stig vegna jarð­skjálfta­hrinunnar hefur vöktun Veður­stofunnar verið aukin og er skipu­lag Al­manna­varna í við­bragðs­stöðu. Þá verða þau sveitar­fé­lög sem mögu­lega verða fyrir á­hrifum upp­lýst um stöðu mála um leið og ein­hver frá­vik eiga sér stað, sem benda til þess að eld­gos sé í vændum.