Verslunar­keðjan John Lewis hefur gefið út yfirlýsingu sem segir allt starfs­fólk verslunarinnar muni fá full veikinda­laun vegna co­vid-tengdrar fjar­veru hvort sem þau eru bólu­sett eða ekki. Annað væri rangt.

Fyrr í mánuðinum ákvað Ikea í Bret­landiað óbólu­settir starfs­menn muni ekki fá launað veikinda­leyfi ef þeir þurfa að fara í ein­angrun. Fygldi verslunar­keðjan Next og Morrisons með kjöl­farið.

Fram­kvæmda­stjóri John Lewis segir í sam­tali viðBBCað hann ætlar ekki að vera sá sem dæmir fólk. „Við erum með­vituð um að sum fyrir­tæki hafa á­kveðið að breyta veikinda­launum sínum í tengslum við fjar­veru óbólu­settra starfs­manna,“ segir Murp­hy.

„En við teljum að það sé ekki rétt að tengja saman bólu­setningar­stöðu fólks og laun þeirra,“ bætti hann við.

Murp­hy segir að lífið um þessar mundir sé sí­fellt að gefa okkur tæki­færi til að valda meiri sundrung og þar sem far­aldurinn er á niður­leið telur hann þetta rétta á­kvörðun.

Óbólusettir starfsmenn Ikea í Bretlandi fá ekki full veikindalaun.
Fréttablaðið/Getty

Óbólu­settir í Eng­landi þurfa að fara í 10 daga sótt­kví ef þeir hafa verið ná­lægt ein­hverjum smituðum. Þótt þau greinast ekki með smituð.

Veldur þetta því að óbólu­settir starfs­menn munu að öllum líkindum lenda oftar í sótt­kví en bólu­settir starfs­menn.

Stór­fyrir­tæki í Bret­landi hafa því verið að hóta ýmsum skerðingum á launum þar sem þau óttast mikla fjar­veru hjá starfs­fólki sínu.

Óbólu­settir starfs­menn Morri­sons, Ikea, O­ca­do og Next munu því einungis fá lág­marks­laun sem eru 16 þúsund krónur á viku á meðan bólu­settir fá full laun fyrir vikuna.

Verslanir eins og Sains­bury, Tesco og Asda hafa hins vegar fylgt John Lewis og ætla borga starfs­fólki sínu full veikinda­laun hvort sem þau eru bólu­sett eða ekki.