Verslunarkeðjan John Lewis hefur gefið út yfirlýsingu sem segir allt starfsfólk verslunarinnar muni fá full veikindalaun vegna covid-tengdrar fjarveru hvort sem þau eru bólusett eða ekki. Annað væri rangt.
Fyrr í mánuðinum ákvað Ikea í Bretlandiað óbólusettir starfsmenn muni ekki fá launað veikindaleyfi ef þeir þurfa að fara í einangrun. Fygldi verslunarkeðjan Next og Morrisons með kjölfarið.
Framkvæmdastjóri John Lewis segir í samtali viðBBCað hann ætlar ekki að vera sá sem dæmir fólk. „Við erum meðvituð um að sum fyrirtæki hafa ákveðið að breyta veikindalaunum sínum í tengslum við fjarveru óbólusettra starfsmanna,“ segir Murphy.
„En við teljum að það sé ekki rétt að tengja saman bólusetningarstöðu fólks og laun þeirra,“ bætti hann við.
Murphy segir að lífið um þessar mundir sé sífellt að gefa okkur tækifæri til að valda meiri sundrung og þar sem faraldurinn er á niðurleið telur hann þetta rétta ákvörðun.

Óbólusettir í Englandi þurfa að fara í 10 daga sóttkví ef þeir hafa verið nálægt einhverjum smituðum. Þótt þau greinast ekki með smituð.
Veldur þetta því að óbólusettir starfsmenn munu að öllum líkindum lenda oftar í sóttkví en bólusettir starfsmenn.
Stórfyrirtæki í Bretlandi hafa því verið að hóta ýmsum skerðingum á launum þar sem þau óttast mikla fjarveru hjá starfsfólki sínu.
Óbólusettir starfsmenn Morrisons, Ikea, Ocado og Next munu því einungis fá lágmarkslaun sem eru 16 þúsund krónur á viku á meðan bólusettir fá full laun fyrir vikuna.
Verslanir eins og Sainsbury, Tesco og Asda hafa hins vegar fylgt John Lewis og ætla borga starfsfólki sínu full veikindalaun hvort sem þau eru bólusett eða ekki.