Yfirvöld í Bangladesh hafa þvertekið fyrir að bresku konunni Shamimu Begum, sem vakið hefur heimsathygli undanfarna daga, verði gert kleyft að flytjast til Bangladesh með nýfætt barn sitt, að því er Guardian greinir frá.

Líkt og áður segir hefur mál hinnar nítján ára gömlu Shamimu vakið heimsathygi undanfarna daga en hún gekk fimmtán ára gömul til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við ríki Íslams en vill nú aftur heim til Bretlands, til að ala þar upp barn sitt sem hún eignaðist nú á dögunum í sýrlenskum flóttamannabúðum. Hún hefur ítrekað sagt að hún hafi ekkert illt gert af sér á meðan veru hennar hjá samtökunum stóð en hún segist jafnframt ekki sjá efitr ákvörðun sinni um að hafa flúið Bretland.

Bretar hafa gefið lítið fyrir óskir Shamimu og í dag fullyrtu embættismenn bresku ríkisstjórnarinnar fullyrtu að hægt væri að svipta hana ríkisborgararétti hennar þar sem hún hefði rétt á að sækja um ríkisborgararétt í Bangladesh vegna þess að hún ætti rætur að rekja til landsins í gegnum fjölskyldu móður sinnar. 

Begum gaf sjálf raunar lítið fyrr það og sagðist ekkert þekkja til landsins en fjölskylda hennar er afar ósátt við málatilbúning breskra yfirvalda og róa nú að því öllum árum að tryggja að Begum haldi ríkisborgararétti sínum. 

Sjá einnig: Fjölskylda Begum ósátt við ákvörðun yfirvalda

„Ríkisstjórn Bangladesh hefur miklar áhyggjur af því að því hafi ranglega verið haldið fram að Begum sé með tvöfalt ríkisfang,“ segir Shahriar Alam, utanríkisráðherra landsins í tilkynningu til Guardian.

„Bangladesh ítrekar að Shamima Begum er ekki ríkisborgari Bangladesh. Hún er breskur ríkisborgari frá fæðingu og hefur aldrei sótt um tvöfalt ríkisfang hjá yfirvöldum í Bangladesh. Það er ekkert til umræðu hvað varðar inngöngu hennar inn í Bangladesh.“

Í umfjöllun Guardian er þess getið hve sterklega orðuð tilkynningin er og er hún talin eiga að gefa heimavarnarráðherra Bretlands, Sajid Javid, tóninn en hann hefur ítrekað sagt að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Javid snúi aftur til Bretlands og hefur meðal annars verið unnið að því að svipta hana ríkisborgararétti sínum.