Fé­lag at­vinnu­rek­enda hefur sent at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytinu um­sögn um drög að tveimur frum­vörpum um undan­þágur fram­leið­enda og af­urða­stöðva í land­búnaði frá sam­keppnis­lögum.

FA leggst ein­dregið gegn því að lögð verði fram stjórnar­frum­vörp um slíkar undan­þágur og telur ekkert í nú­verandi laga­um­hverfi standa í vegi fyrir því að ná megi fram með lög­mætum hætti hag­kvæmni og skil­virkni í bú­vöru­fram­leiðslu, rétt eins og öðrum at­vinnu­greinum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá FA.

„Frum­vörpin voru samin í ráðu­neytinu eftir marg­í­trekaðar beiðnir frá Sam­tökum at­vinnu­lífsins, Sam­tökum iðnaðarins, Bænda­sam­tökum Ís­lands og Lands­sam­tökum slátur­af­urða­stöðva, með vísan til „ó­við­unandi stöðu bænda og af­urða­stöðva“ og óskuðu sam­tökin eftir að leitað yrði leiða til að auka mögu­leika til sam­runa, aukins sam­starfs og verka­skiptingar í kjöt­af­urða­vinnslu,“ segir frétta­til­kynningu FA.

„Í fram­haldinu pantaði ráðu­neytið skýrslu frá Deloitte um mögu­lega hag­ræðingu með sam­starfi og/eða sam­einingu slátur­húsa og kjöt­vinnslna, samdi drög að frum­varpi um undan­þágur fram­leið­enda­fé­laga frá á­kvæðum sam­keppnis­laga um bann við ó­lög­mætu sam­ráði og út­bjó loks drög að frum­varpi um undan­þágu slátur­leyfis­hafa og kjöt­vinnslna frá sam­keppnis­lögum vegna út­flutnings á kinda­kjöti,“ segir þar enn fremur.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið við Skúlagötu.
Ljósmynd/Stjórnarráðið

Samráð um frumvarpsdrögin bak við luktar dyr

Að mati FA er ó­tækt ef sér­hags­muna­hópar geta með þessum hætti pantað undan­þágur frá sam­keppnis­lögum af því að þeir telji rekstur í til­teknum greinum ekki ganga nógu vel.

„Að sama skapi telur FA það á­mælis­vert að stjórn­völd skuli vera svo til­búin að bregðast við slíkum óskum með frum­varps­smíð og að greiða dýra sér­fræði­vinnu með fé skatt­greið­enda. Nær hefði verið að sér­hags­muna­hóparnir, sem skrifaðir voru fyrir erindunum til ríkis­stjórnarinnar, hefðu greitt þá vinnu sjálfir,“ segir í um­sögn FA.

FA gagn­rýnir einnig að sam­ráð um frum­varps­drögin fari ekki fram á sam­ráðs­gátt stjórn­valda, en ráðu­neytið óskaði eftir um­sögnum í tölvu­pósti.

„Með því að mál þetta fari ekki til sam­ráðs með venju­legum hætti í sam­ráðs­gáttinni verða um­sagnir hags­muna­aðila ekki opin­berar,“ segir í um­sögn FA. „FA mun birta um­sögn þessa opin­ber­lega og skorar á ráðu­neytið að birta opin­ber­lega í þágu gagn­sæis bæði um­sagnir annarra hags­muna­aðila sem berast um málið, svo og erindi þau frá áður­greindum hags­muna­sam­tökum sem urðu grund­völlur þessarar vinnu.“

Leggjast eindregið gegn frumvarpsdrögunum

Fé­lagið bendir á að í nú­gildandi sam­keppnis­lögum er heimild til að veita undan­þágu fyrir marg­vís­legu sam­starfi og sam­runa. Í 15. grein sam­keppnis­laga er kveðið á um skil­yrðin fyrir slíku sam­starfi, en á meðal þeirra er að sýnt sé fram á að neyt­endum sé veitt sann­gjörn hlut­deild í á­vinningnum sem af sam­starfinu hlýst og að um­ræddum fyrir­tækjum sé ekki veitt færi á að koma í veg fyrir sam­keppni að því er varðar veru­legan hluta þeirrar vöru eða þjónustu sem um er að ræða.

„Sam­keppnis­eftir­litið getur veitt undan­þágur fyrir samninga sem upp­fylla þessi skil­yrði. Það að hags­muna­hópar telji nauð­syn­legt að lög­gjafinn veiti þeim undan­þágur frá 10. og 12. gr. sam­keppnis­laganna sem ganga lengra en þessi nú­gildandi á­kvæði, bendir til að þeir treysti sér ekki til að rök­styðja að sam­starfið upp­fylli þau skil­yrði sem sett eru í lögunum, til dæmis um á­vinning neyt­enda. Það bendir jafn­framt sterk­lega til að engin á­stæða sé til að láta undan þessum sér­hags­muna­þrýstingi,“ segir í um­sögn FA.

FA leggst ein­dregið gegn því að frum­varps­drögin tvenn verði að þing­skjölum. Fé­lagið telur alveg ó­út­skýrt hvað það sé í nú­verandi laga­um­hverfi sem standi í vegi fyrir því að ná megi með lög­mætum hætti fram hag­kvæmni og skil­virkni í bú­vöru­fram­leiðslu rétt eins og öðrum at­vinnu­greinum.

„Að mati fé­lagsins ætti ráðu­neytið að huga að því að hvetja til meiri sam­keppni í ís­lenzkum land­búnaði þannig að virkja megi betur frum­kvöðla­kraft bænda og annarra at­vinnu­rek­enda í greininni. Ráðu­neytið ætti hins vegar að hætta snar­lega að sinna í­trekuðum beiðnum sér­hags­muna­hópa um undan­þágur frá reglum, sem hugsaðar eru til að setja öllu at­vinnu­lífi á Ís­landi skýran og sann­gjarnan ramma,“ segir í um­sögn FA.