Breska varnar­mála­ráðu­neytið segir Rússa og að­skilnaðar­sinna hlið­holla þeim í Do­netsk-héraði Úkraínu hafa beðið mikið mann­tjón og telja að upp­reisnar­her Al­þýðu­lýð­veldisins Do­netsk hafi misst 55 prósent af upp­runa­legum her­afla sínum.

Rússar sett allan kraft í að ná yfir­ráðum á austur­héruðum Úkraínu, Do­netsk og Luhansk, á Donbass svæðinu svo­kallaða en Rúss­land viður­kenndi sjálf­stæði héraðanna tveimur dögum fyrir inn­rásina í Úkraínu í febrúar.

Seríj Haídaí, héraðs­stjóri Luhansk, segir Rússa hafa ollið gífur­legri eyði­leggingu í borginni Lysychansk sem þeir stefna á að um­kringja. Þá líkir hann á­standinu í borginni Se­verodo­netsk við hel­víti og segir 7000-8000 ó­breytta borgara enn vera fastir í borginni.

Gífurlegt tap Rússa

Í dag­legri stöðu­upp­færslu sinni sagði Breska varnar­mála­ráðu­neytið að Rússar stefndu mjög lík­lega að því að senda fjölda vara­liðs­her­manna til Donbass.

Þá vísaði ráðu­neytið í gífur­legt tap rúss­neska hersins og upp­reisnar­herja í Donbass. Rússar hafa sjálfir ekki birt neinar opin­berar tölur yfir mann­fall frá 25. mars en upp­reisnar­her Al­þýðu­lýð­veldisins Do­netsk birtir tölur yfir mann­fall.

Í síðustu viku greindu opin­berar aðilar á vegum Do­netsk að 2.128 her­menn hafi fallið og 8.897 særst í á­tökunum á þessu ári sem miðað við hlut­fall sam­svari um 55 prósentum af upp­runa­legum her­afla. Þá eru 654 ó­breyttir borgarar einnig sagðir hafa fallið.

Volodí­mír Selenskíj, for­seti Úkraínu, sagði í dag­legu á­varpi sínu síðustu nótt að hörðustu bar­dagarnir um þessar mundir væru í Luhansk en að inn­rásar­herinn væri einnig að setja sí­fellt meiri pressu á Do­netsk.