Innlent

Segja rigningu hafa strá­fellt rjúpnaunga á Suð­vestur­landi

Varpstofn rjúpu hefur ekki mælst stærri síðan 1986. Engu að síður verður aðeins leyft að velja í 12 daga, eins og undanfarin ár. Mikil úrkoma á Suðvesturlandi er talin líkleg skýring á miklum afföllum.

Hlutfall unga var gott á Norðausturlandi en slæmt á Suðvesturlandi. Úrkomu er kennt um.

Mikil úrkoma sem féll fyrri hluta sumars á Suðvesturlandi er líklegasta skýringin fyrir því að viðkoma rjúpunnar var ein sú lélegasta sem mælst hefur hér á landi. Rigningin hafi „grandarð ungum langt umfram það venjulegt er“.

Þetta kemur fram á vef Náttúrufræðistofnun Íslands. Þrátt fyrir að rjúpum hafi fjölgað mikið frá því í fyrra leggur stofnunin til að veiðidagar verði áfram tólf.

Stofnunin ákvað að miða við slaka afkomu á Suðvesturlandi frekar en góða á Norðausturlandi. Varpstofn rjúpu 2018 var metinn 293 þúsund fuglar en var 173 þúsund fuglar í fyrravor. Hann hefur ekki verið metinn stærri síðan árið 1986, eða í 32 ár.

Veiðistofninn er metinn 758 þúsund fuglar samanborið við 649 þúsund í fyrra. 

Stofnstærðin er að mati stofnunarinnar ofmetin í þessum útreikningum. „Þá er það skoðun Náttúrufræðistofnunar Íslands að varúðarreglan skuli gilda og miða reiknaða stofnstærð við viðkomuna líkt og hún mældist á Suðvesturlandi (hlutfall unga 68%) frekar en á Norðausturlandi (hlutfall unga 77%).“

Lagt er til að veiddar verði 67 þúsund rjúpur.

Hér má lesa bréf Náttúrufræðistofnunar Íslands til umhverfis- og auðlindaráðherra. Í því segir meðal annars: „Náttúrufræðistofnun leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hvasst og vætusamt víðast hvar

Hvalveiðar

Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins

Samfélag

Geitin komin á sinn stað

Auglýsing

Nýjast

Lukku-Láki og vinir ekki undanskildir

Ekkert okur hjá H&M

Borgarbúar kjósa um rafrænt eftirlit og ýmsar umbætur í hverfum

Fyrstu kaup aldrei erfiðari

Vonar að hin frjálslyndari öfl á Alþingi þori að taka sig saman

Fagna frumvarpi um tilkynningaskyldu

Auglýsing