Andrew Breta­prins sér ekki eftir heims­frægu við­tali sem hann fór í nú á dögunum, að því er heimildir breska götu­blaðsins The Metro herma en flestir hafa líkt við­talinu við stór­slys.

Líkt og Frétta­blaðið greindi frá ræddi prinsinn sam­band sitt við milljarða­mæringinn Jef­frey Ep­stein. Prinsinn sagðist sjá eftir því að hafa verið vinur hans en þver­tók fyrir að hafa mis­notað nokkurn mann, meðal annars á þeim grund­velli að hann gæti ekki svitnað.

Virginia Robert Giuf­fre hefur meðal annars lýst því hvernig hún hafi verið látin sofa hjá Andrew, þegar hún var einungis sau­tján ára gömul. Andrew hefur í­trekað hafnað á­sökununum og breska konungs­fjöl­skyldan setið þétt að baki honum.

Í frétt Metro er haft eftir heimildar­mönnum innan úr her­búðum prinsins að hann sjái ekki eftir því að hafa farið í við­talið. Hann hafi komið fram af heiðar­leika og auð­mýkt.

Í frétt Telegraph um málið kemur fram að móðir prinsins, Elísa­bet Bret­lands­drottning, hafi ekki verið látin vita af við­talinu fyrir fram. Hann hafi því farið í við­talið í ó­þökk hennar og starfs­fólk hans unnið án þess að ráð­færa sig við bresku konungs­fjöl­skylduna.