Fjórir fyrr­verandi starfs­menn Icelandair segja að ótta­stjórnun ríki innan fyrir­tækisins. Þau segja að gagn­rýni þeirra á fyrir­tækið hafi orðið til þess að upp­sagnir þeirra hafi ekki verið aftur­kallaðar eftir heims­far­aldurinn.

Fjallað er ítar­lega um málið á vef mbl.is í kvöld en þar er rætt við starfs­mennina sem öll voru flug­þjónar eða flug­freyjur hjá Icelandair um ára­bil, sum í ára­tugi.

Þau segja í við­talinu að Icelandair hafi notað far­aldurinn til þess að losa sig við „ó­þægi­legt starfs­fólk“ en í upp­hafi far­aldurs var um 900 flug­freyjum og -þjónum sagt upp vegna Co­vid.