Starfs­menn í Charleston verk­smiðju banda­ríska flug­véla­fram­leiðandans Boeing í Suður-Karó­línu eru sagðir hafa verið undir gífur­legu á­lagi og jafn­framt að hart hafi verið lagt að þeim að hraða fram­leiðslu­ferlinu á kostnað öryggis­ferla, að því er fram kemur í um­fjöllun New York Times.

Blaðið hefur undir höndum tölvu­pósta, við­töl og önnur gögn á vegum fyrir­tækisins sem benda til þess að fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt við fram­leiðslu á nýjustu far­þega­þotu fyrir­tækisins, Boeing 787. Talað er í um­fjöllun Times um „menningu þar sem fram­leiðslu­tími er talinn mikil­vægari en gæði.“

Þannig hefur um­tals­verður fjöldi kvartana starfs­fólks vegna öryggis­mála verið virtar að vettugi og þá segir að lagt hafi verið hart að fólki að til­kynna ekki slík mál til yfir­valda.

Eins og Frétta­blaðið hefur í­trekað greint frá urðu tvö flug­slys í Eþíópíu og Indónesíu, þar sem tvær Boeing 737 Max vélar hröpuðu, og urðu þau til þess að fyrir­tækið hefur þurft að upp­færa hug­búnað í vélunum og inn­kalla þær á meðan við­gerðunum stendur.

Þannig eru starfs­menn Boeing sagðir hafa í­trekað kvartað yfir því að bilaðir hlutir væru settir í sumar nýjar flug­vélar og að nýjar vélar væru meðal annars prufu­keyrðar þrátt fyrir að stál­spænir og önnur tól væru inn í vélunum.

Vírar undir flugstjórnarklefunum eru sagðir í hættu vegna braks sem skilið sé eftir.
Fréttablaðið/Getty

Ekki ein vél örugg og flug­hæf

Í sam­tali við New York Times segir Joseph Cla­yton, tækni­maður á vegum Boeing í um­ræddri verk­smiðju í Suður-Karó­línu að hann hafi fundið drasl sem skilið hafi verið eftir hættu­lega ná­lægt mikil­vægum vírum undir flug­stjórnar­klefanum á 787 vélinni.

„Ég hef sagt konunni minni að ég muni aldrei fljúga með þessari vél. Þetta er bara öryggis­mál,“ segir Cla­yton.

Fyrrum gæða­eftir­lits­stjóri Boeing, John Barnett, segir í sam­tali við miðilinn að hann hafi fundið járn­brak hangandi yfir vírum sem tengist tökkum og hnöppum inni í flug­stjórnar­klefanum. Hann segir það geta haft miklar hörmungar í för með sér ef að um­rætt brak myndi klippa á víranna.

„Það er ekki ein vél sem er búin til í Charleston sem ég myndi geta sett nafn mitt við og segja að væri örugg og flug­hæf,“ segir Bar­neston.

Hrun á gæða­stöðlum í verk­smiðjunni hefur dregið dilk á eftir sér en í um­fjöllun Times eru flug­fé­lög eins og Qatar Airwa­ys sögð vera hætt að sam­þykkja að fá vélar frá um­ræddri verk­smiðju. For­svars­menn Boeing hafa hins vegar í­trekað sagt að þeir beri fullt traust til allra sinna verk­smiðja.