Bóluefnaframleiðandinn Pfizer segir að örvunarskammtur af bóluefni fyrirtækisins veiti vernd gegn Ómíkrón-afbrigði Covid-19 sjúkdómsins en að fyrri tveir skammtarnir dugi líklegast ekki til.

Þetta var niðurstaða fyrstu rannsóknar Pfizer á bóluefni fyrirtækisins og virkni þess á Ómíkron-afbrigðið sem var birt rétt í þessu.

Kemur fram að örvunarskammturinn hafi veitt sömu mótspyrnu gegn Ómíkron-afbrigðinu og fyrstu tveir skammtarnir sýndu gegn kórónaveirunni í upphafi faraldursins.

Þeir sem höfðu aðeins fengið fyrstu tvo skammtana voru mun berskjaldaðari fyrir nýja afbrigðinu og dregur Pfizer því í efa að tveir skammtar dugi gegn Ómíkron-afbrigðinu.

Með því er Pfizer fyrsti bóluefnaframleiðandinn sem sendir frá sér yfirlýsingu um virkni bóluefnis þeirra gegn nýjasta afbrigði kórónaveirufaraldursins

Von er á niðurstöðum frá Moderna og Johnson & Johnson sem framleiðir Janssen bóluefnið á næstu dögum en Pfizer stefnir að því að vera komið með nýtt bóluefni í vor.