Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is- og auð­lind­a­ráð­herr­a, hyggst leggj­a þriðj­a á­fang­a ramm­a­á­ætl­un­ar ó­breytt­an fyr­ir Al­þing­i í næst­a mán­uð­i. Ekki verð­ur hrófl­að við Hval­ár­virkj­un sem hafð­i þeg­ar ver­ið sam­þykkt í nýt­ing­ar­flokk þrátt fyr­ir há­vær­ar mót­mæl­a­radd­ir og und­ir­skrift­ir rúm­leg­a 5.300 Ís­lend­ing­a sem Land­vernd af­hent­i ráð­herr­an­um þar sem skor­að var á hann að frið­lýs­a svæð­ið.

Austurgilsvirkjun bætist við


Ráð­herr­ann hef­ur kynnt bæði rík­is­stjórn­inn­i og þing­flokk­um allr­a stjórn­ar­flokk­ann­a frá á­form­um sín­um um að leggj­a á­ætl­un­in­a fyr­ir þing­ið ó­breytt­a. Til­lag­an hef­ur tvisvar ver­ið flutt á Al­þing­i án þess þó að hljót­a af­greiðsl­u og verð­ur þett­a því í þriðj­a sinn sem mál­ið fer fyr­ir þing­ið.


Land­vernd af­hent­i Guð­mund­i und­ir­skrift­ir rúm­leg­a fimm þús­und Ís­lend­ing­a í lok júní í fyrr­a sem vild­u að frið­lýsng­u Drang­a­jök­ul­svíð­ern­a yrði hrað­að til að koma í veg fyr­ir að Vest­ur­Verk gæti virkj­að Hva­lá. Að­spurð­ur hvort hann sé ekki að huns­a þess­ar radd­ir með á­form­um sín­um seg­ist hann ekki geta friðlýst svæði nema það sé á áætlun samþykktri af Alþingi eða með samþykki landeigenda og sveitarfélaga. Hvorugt liggi fyrir í þessu tilfelli.

Guðmundur Ingi hefur sagt að betra sé að leggja þriðja áfanga rammaáætlunar óbreyttan fyrir þingið og fá hann samþykktan en að hætta á að rammaáætlun verði ekki samþykkt.

Frétt­a­blað­ið spurð­i ráð­herr­ann þá hvort kom­ið hefð­i til grein­a að taka Hval­ár­virkj­un úr nýt­ing­ar­flokk­i áður en á­ætl­un­in væri lögð fyr­ir þing­ið. „Annar á­fang­i ramm­a­á­ætl­un­ar var sam­þykkt­ur á Al­þing­i 2013. Þar sem að verk­efn­a­stjórn þriðj­a á­fang­a ramm­a­á­ætl­un­ar á­kvað að taka ekki til end­ur­skoð­un­ar virkj­un­ar­kost­i úr ork­u­nýt­ing­ar­flokk­i ann­ars á­fang­a ramm­a­á­ætl­un­ar, þar með tald­a Hval­ár­virkj­un, þá hef­ur um­hverf­is- og auð­lind­a­ráð­herr­a ekki lag­a­heim­ild til að gera breyt­ing­ar á flokk­un virkj­un­ar­kost­a úr öðr­um á­fang­a áður en hann legg­ur þings­á­lykt­un um þriðj­a á­fang­a fram á Al­þing­i,“ sagð­i Guð­mund­ur.


Einn­ig er lagt til í þess­um þriðj­a á­fang­a á­ætl­un­ar­inn­ar að Aust­ur­gils­virkj­un í Skjald­fann­ar­dal bæt­ist í ork­u­nýt­ing­ar­flokk. Þann­ig verð­a tveir vest­firsk­ir kost­ir í nýt­ing­ar­flokk­i. Að­spurð­ur hvort skoð­að hafi ver­ið að bíða með að færa þá virkj­un í nýt­ing­ar­flokk vegn­a mót­mæl­ann­a sem komu upp vegn­a Hval­ár­virkj­un­ar seg­ir hann: „Varð­and­i Aust­ur­gils­virkj­un á Vest­fjörð­um þá var hún í ork­u­nýt­ing­ar­flokk­i í end­an­leg­um til­lög­um verk­efn­a­stjórn­ar og í þeim þings­á­lykt­un­ar­til­lög­um sem lagð­ar voru fram á Al­þing­i árið 2016 og 2017.“

Gengur ekki að láta eins og ekkert hafi breyst


Auð­ur Önnu Magn­ús­dótt­ir, fram­kvæmd­a­stjór­i Land­vernd­ar, seg­ist von­svik­in með að Hva­lá sé enn í nýt­ing­ar­flokk­i. „Við höf­um allt­af tal­að fyr­ir því að það eigi að stand­a vörð um fag­legt starf ramm­a­á­ætl­un­ar. Þett­a er mik­il­vægt tæki sem er mik­il­vægt að bera virð­ing­u fyr­ir. Við telj­um hins veg­ar að það hafi ver­ið gerð mis­tök þeg­ar Hval­ár­virkj­un var sett inn í nýt­ing­ar­flokk og það þurf­i að skoð­a það aft­ur,“ seg­ir hún í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.


Hún seg­ir mat Nátt­úr­u­stofn­un­ar Ís­lands, sem kom fram fyr­ir tveim­ur árum, þar sem fram kem­ur að svæð­ið sé það verð­mætt að stofn­un­in telj­i að það eigi að frið­lýs­a, hafa átt að vera til­efn­i til að end­ur­skoð­a Hva­lá sem virkj­unarkost. „Það nátt­úr­u­leg­a breyt­ir mjög mikl­u um verð­mæt­i svæð­is­ins og sýn­ir að það var kannsk­i ekki alveg rétt stað­ið að þess­u þeg­ar Hva­lá fór í nýt­ing­ar­flokk í öðr­um á­fang­a ramm­a­á­ætl­un­ar.“

Auður Önnu Magnúsdóttir, fram­kvæmd­a­stjór­i Land­vernd­ar. Landvernd afhenti ráðherranum undirskriftir yfir 5.300 Íslendinga vegna Hvalárvirkjunar síðasta sumar.

„Verk­efn­a­stjórn þriðj­a á­fang­ans skoð­að­i þett­a svo í raun­inn­i ekk­ert aft­ur. Það eru fjög­ur ár síð­an að þess­ar­i vinn­u lauk og það hef­ur mjög margt breyst síð­an. Það nátt­úr­u­leg­a geng­ur ekki að láta ramm­a­á­ætl­un bíða svon­a og ætla sér síð­an að af­greið­a hana eins og nýj­ar upp­lýs­ing­ar þeg­ar svo margt nýtt hef­ur kom­ið fram,“ held­ur hún á­fram.


Hún seg­ist einn­ig afar ó­sátt með að Aust­ur­gils­virkj­un sé kom­in í nýt­ing­ar­flokk. Raun­ar tel­ur Land­vernd að hún hafi bara ver­ið færð í nýt­ing­ar­flokk vegn­a þess að Hva­lá var kom­in þang­að og verk­efn­a­stjórn­in teld­i það borg­a sig að virkj­a svæð­in bæði í einu. „Því að þett­a eru mjög ó­hag­stæð­ir virkj­an­a­kost­ir því þett­a er svo af­skekkt.“


"Við Aust­ur­gils­virkj­un mynd­u mjög stór víð­ern­i líka minnk­a og þett­a mynd­i vald­a skað­a á víð­ern­um og lands­lag­i og stöð­u­vötn­um og foss­um sem njót­a vernd­a sam­kvæmt nátt­úr­u­vernd­ar­lög­um,“ seg­ir hún að lok­um.