Þúsundir hafa nú safnast saman víðs vegar í Frakklandi til þess að mótmæla nýju frumvarpi sem segir meðal annars til um upptökur af lögreglu. Í myndböndum sem meðal annars BBC birtir má sjá mótmælendur kasta flugeldum að lögreglu. Í kjölfarið hafi lögregla beitt táragasi gegn mótmælendunum. Víða hefur komið til átaka milli lögreglu og mótmælenda.
„Þetta frumvarp miðar að því að grafa undan frelsi fjölmiðla, frelsisins til að fræða og til að fræðast, frelsi tjáningarinnar,“ segja skipuleggjendur mótmælanna, samkvæmt heimildum AFP. Gert er ráð fyrir að fleiri muni bætast í hóp mótmælenda á næstunni en nú þegar hafa verið skipulögð mótmæli víðs vegar í landinu.
Breaking: Anti-police brutality protests have turned violent in Bastille, France. pic.twitter.com/BZdkq6fGNy
— PM Breaking News (@PMBreakingNews) November 28, 2020
Ætlunin að vernda lögreglu
Neðri deild franska þingsins samþykkti frumvarpið í síðustu viku og er nú beðið eftir að efri deild þingsins staðfesti frumvarpið. Ef frumvarpið yrði að lögum myndi það meðal annars verða ólöglegt að taka myndir eða myndbönd af lögreglumönnum „af meinfýsni“ meðan þeir eru á vakt.
Samkvæmt frumvarpinu getur fólk átt von á 45 þúsund evra sekt ef þeir gerast brotlegir við lögin, upphæð sem samsvarar um 160 þúsund íslenskra króna. Stjórnvöld neita því að lögin komi til með að skerða réttindi borgara, þau séu aðeins hugsuð til þess að vernda lögreglumenn.
Tear gas fired as protesters rally against French police security bill https://t.co/J6JgSr6R7Z
— BBC News (World) (@BBCWorld) November 28, 2020
Myndband á lögreglu ráðast á svartan mann vakti reiði
Mótmælin koma í kjölfar þess sem að myndband af þremur hvítum lögreglumönnum ráðast á svartan mann fór í dreifingu fyrr í vikunni. Í myndbandinu má sjá lögreglumenn hreyta rasískum ummælum í manninn, Michel Zecler, auk þess sem þeir sjást sparka og kýla hann.
Zecler var staddur í íbúð sinni í París þegar atvikið átti sér stað en lögreglumönnunum hefur nú verið tímabundið vikið úr starfi á meðan málið er til rannsóknar. Frakklandsforseti Emmanuel Macron sagði atvikið vera skammarlegt og krafðist þess að úrbætur yrðu gerðar til að koma á trausti milli lögreglu og almennings.
Þá hafa stjórnvöld í öðru máli krafið lögreglu um skýrslu sem tengist atviki í bráðabirgða flóttamannabúðum í París fyrr í vikunni.
Four French police officers have been suspended and are in custody after a video of them brutally beating a Black man was posted online Thursday.
— NPR (@NPR) November 27, 2020
The incident comes as France tries to pass controversial legislation limiting the filming of police.https://t.co/YXmgHnDuK6