Lyfið Le­ca­nemab er loksins á leiðinni á markað en lyfið getur haft veru­lega á­hrif á fram­gang Alz­heimer-sjúk­dómsins. „Loksins góðar fréttir af lyfja­málum“ segir á vef Alz­heimer-sam­takanna.

Sér­fræðingar segja að lyfið stöðvi ekki vits­muna­lega hnignun en það muni hægja veru­lega á fram­gangi og líkja því í byltingu.

„Langt er síðan vísinda­menn hafa verið jafn bjart­sýnir og nú eftir ára­tuga von­brigði sí og æ. Í Bret­landi eru Alz­heimer og aðrir heila­bilunar­sjúk­dómar þeir sjúk­dómar sem flestir látast af. Þeir eru sjöundu í röðinni á heims­vísu svo það er til mikils að vinna,“ segir á vef sam­takanna.

Í lok nóvember fer fram ár­lega ráð­stefna sér­fræðinga um Alz­heimer-sjúk­dóminn en þer verða niður­stöðurnar kynntar og yfir­farnar.

Í frétt The Guar­dian segir að sjaldan hefur verið jafn mikil bjart­sýni fyrir ráð­stefnu og tala læknar um tíma­móta­við­burð.

Í frétt The Guar­dian um lyfið segir að það sé fram­leitt af japanska lyfja­fyrir­tækinu Eisai og banda­ríska líf­tækni­fyrir­tækinu Biogen. Lyfið var notað í rann­sóknar­skyni á 2000 ein­stak­lingum með byrjunar­stig Alz­heimer-sjúk­dómsins og voru niður­stöðurnar vonum framar.

Í til­kynningu um lyfið segir að niður­stöðurnar koma eftir enda­laus von­brigði í þessum bransa þar sem lyfja­fyrir­tæki hafa náð litlum sem engum árangri í bar­áttunni við sjúk­dóminn.