Lög­reglan í Bret­landi segir að morðið á þing­manninum David Amess sé hryðju­verk og að það sé rann­sakað þannig. Amess var stunginn marg­sinnis á fundi sem hann hélt með kjós­endum sínum í kirkju í Essex í Bret­landi í gær.

25 ára karl­maður var hand­tekinn á vett­vangi í gær og er grunaður um morðið en á vef breska ríkis­út­varpsins kemur fram í dag að lög­regla telji að mögu­lega séu ein­hver tengsl við íslamska ofsa­trú. Hann er talinn hafa verið einn að verki en enn er verið að rann­saka að­draganda og á­stæður morðsins. Maðurinn er breskur ríkis­borgari en er af só­mölskum upp­runa. Hann var ekki á lista vegna mögu­legra tengsla við hryðju­verka­sam­tök

Innan­ríkis­ráð­herra Bret­lands, Priti Patel, minntist Amess og sagði hann „mann fólksins“ og að hann hefði verið myrtur að sinna því sem hann elskaði.

For­sætis­ráð­herra Bret­lands og leið­togi Verka­manna­flokksins lögðu í dag blóm á vett­vangi morðsins. Amess hafði verið þing­maður frá því 1983. Hann lætur eftir sig eigin­konu og fimm börn. Hann er annar sitjandi þing­maðurinn í Bret­landi til að vera myrtur en árið 2016 var þing­konan Jo Cox myrt.