Fréttir

Segja borgina hafa átt lokaorðið um braggann

Arkítektarstofan sem hannaði braggann margumtalaða í Nauthólsvík bendir á Reykjavíkurborg og segir misskilnings gæta í umræðu í fjölmiðlum um braggann.

Kostnaður við kaup og gróðursetningu stráa við braggann nam rúmlega 1,1 milljón króna. Stráin flutt inn sérstaklega frá Danmörku. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Arkíbúllan, arkítektarstofan sem sem hannaði enduruppbyggingu braggans við Nauthólsvík, segir misskilning hafa gætt í fjölmiðlaumræðu síðustu daga um eftirlit stofunnar með vinnu á verkstað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrir stuttu.

Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Meðal annars voru keypt strá sem gróðursett voru umhverfis braggann fyrir alls 757 þúsund krónur. 

Sjá einnig: Vildu strandstemningu með stráunum rándýru

Í yfirlýsingu frá arkítektarstofunni segir að verkið hafi verið unnið samkvæmt ákvörðun Reykjavíkurborgar. Þá segjast forsvarsmenn fyrirtækisins hafa hannað enduruppbygginguna í samræmi við óskir Reykjavíkurborgar.

Eins áréttar fyrirtækið að Margrét Leifsdóttir arkitekt sé starfsmaður Arkíbúllunnar en ekki einn af eigendum stofunnar. 

Sjá einnig: Hringdi bjöllum í Braggamáli

„Hún hefur ekki farið neinar ferðir erlendis á vegum þessa verkefnis. Varðandi margumrædd kaup á stráum, þá kom Arkíbúllan ekki að hönnun landslags á svæðinu. 

Um kostnað við þann verkþátt eins og aðra verkþætti framkvæmdarinnar hafði Reykjavíkurborg lokaorðið. Eftirlit Arkibúllunar fólst í að fylgjast með því að iðnaðarmenn fylgdu teikningum og verkin væru sannarlega unnin.“

Sjá einnig: „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn“

Stofan bendir að lokum á að Reykjavíkurborg hafi gert alla samninga við verktaka og ber því ábyrgð á gerð og eftirfylgni kostnaðaráætlana á öllum stigum framkvæmda og ákvað að beita ekki útboðum í verkinu. 

„Þess vegna vísum við fyrirspurnum fjölmiðla sem varða þessa þætti verkefnisins til Reykjavíkurborgar,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

​For­maður ÍKSA lofaði upp í ermina á sér og harmar það

Ísrael

Netanja­hú hættir sem utan­ríkis­ráð­herra

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Auglýsing

Nýjast

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Auglýsing