Fréttir

Segja kjósendum dreifðari byggða mismunað

Sveitastjórn Langanesbyggðar telur að mismunað sé á kjósendum í dreifðari byggðum þar sem þau búa við takmarkaðri möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Sveitastjórn Langanesbyggðar mótmælir meintum mismun sem þau telja kjósendur í dreifðari byggðum búa við. Fréttablaðið/Pjetur

Sveitastjórn Langanesbyggðar hefur sent frá sér bókun þar sem stjórnin mótmælir harðlega mismunun sem kjósendur dreifðari byggða búa við vegna takmarkaðra möguleika á að greiða atkvæði utan kjörfundar. „Vegna ákvörðunar sýslumanna, sem tekin er í kjölfar tilmæla frá dómsmálaráðuneyti, að bjóða eingöngu upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum, en ekki t.d. á skrifstofum sveitarfélaganna. Eins og gert er fyrir alþingis- og forsetakosningar. Þurfa kjósendur á landsbyggðinni að ferðast um langan veg til að kjósa utan kjörfundar. Bakkfirðingar og aðrir íbúar Langanesbyggðar þurfa t.d. að aka um 300-400 km ef þeir vilja kjósa á skrifstofu sýslumanns á Húsavík eða á Reyðarfirði.“

Sveitarstjórn telur því að þessi ákvörðun sýslumanna mismuni kjósendum. Þannig er mörgum íbúum stórra svæða á landsbyggðinni ókleift að kjósa utan kjörfundar þar sem skrifstofur sýslumanna séu eingöngu opnar á vinnutíma almennra starfsmanna og getur það tekið 5-6 virka daga að koma bréfi á áfangastað úti á landi. „Það er því ekki raunhæft fyrir kjósendur sem búa í dreifbýli að kjósa utan kjörfundar eins og fyrirkomulaginu er fyrir komið við þessar kosningar.“

Þá telur sveitastjórn Langanesbyggðar mikla þversögn felast í því að fela sveitarstjórn skipan yfirkjörstjórnar, samningu og staðfestingu kjörskrár en treysta ekki heimafólki fyrir því að sjá um utan kjörfundar atkvæðagreiðslu. Álit sveitarstjórnar er því að ráðuneyti sem og sýslumenn þurfi að skýra þessa þversögn og af henni leidda mismunun kjósenda.

„Sveitarstjórn átelur hið algjöra skilningsleysi stjórnvalda á aðstöðu og rétti kjósenda í dreifðum byggðum landsins og skorar á stjórnvöld að bregðast við hið snarasta,“ segir að lokum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tyrkland

Kosningabarátta Erdoğans færist til Bosníu

Bandaríkin

Trump krefst rann­sóknar á meintum njósnum Obama

Kosningar 2018

Vill láta byggja tíu þúsund íbúðir

Auglýsing

Nýjast

Íran

Íran segir Evrópu ekki gera nóg

Innlent

Vig­dís Hauks kastar sér út úr flug­vél í þágu mál­staðarins

Bretland

Vefabréfsáritun Rómans ekki verið endurnýjuð

Venesúela

Maduro sigur­strang­legur í Venesúela

Stjórnmál

Davíð segir Icesa­ve hafa farið illa með Sjálf­stæðis­flokkinn

Slys

Tveimur bjargað úr Þing­valla­vatni og enn leitað í Ölfusá

Auglýsing