Talsvert er um að ungt fólk og börn reyki kannabisblandaðan rafrettuvökva, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Embættinu hefur borist nokkrar flöskur af kannabisvökvanum í dag, meðal annars frá börnum.

Lögregla birtir mynd af vökvanum og viðvörunarorð um skaðsemi fíkniefnisins, auk þess sem lögreglustjórinn hvetur foreldra til þess að vera á varðbergi og veita börnum sínum virkar forvarnir á heimilinu.  

„Þessi börn koma öll frá góðum heimilum þar sem röð og regla er á hlutunum. Þetta eru börn sem voru byrjuð að fikta…og hver veit hvernig farið hefði ef foreldrar hefðu ekki verið vakandi yfir því hvað börnin þeirra voru að gera?“ segir í færslu lögreglunnar.