Sam­tökin No Bor­ders á Ís­landi mót­mæla harð­lega með­ferð Út­lendinga­stofnunar og Kæru­nefndar Út­lendinga­mála í málum þriggja flótta­kvenna sem eiga allar sam­eigin­legt að vera þol­endur kyn­bundins of­beldis.

Í yfir­lýsingu frá sam­tökunum segir að sú á­kvörðun yfir­valda að neita konunum um vernd án þess að það sé sér­stak­lega litið til við­kvæmrar stöðu þeirra sam­ræmist ekki „lögum, al­þjóð­legum skuld­bindingum né al­mennri sið­ferðis­kennd“ og að á­kvörðun þeirra í málum kvennanna þurfi að aftur­kalla tafar­laust.

Fjallað var ítar­lega um þessi mál á vef Frétta­blaðsins fyrr í mánuðinum og rætt við Claudiu Ashani­e Wil­son, lög­mann kvennanna.

„Það er eins og við kærum okkur ekki lengur um konur í þessari stöðu, sér­stöðu þeirra og jafn­réttis­stefnu okkar, þar með talið um að vernda konur frá of­beldi. Það er eins og það nái ekki til þessara hópa kvenna. Þess í stað er þeim vísað aftur út í ó­mann­úð­legar að­stæður. Það er full á­stæða til að hafa á­hyggjur af þessari þróun,“ sagði Claudia í viðtalinu sem má lesa hér að neðan.

Í yfir­lýsingu No bor­ders segir enn fremur að sam­tökin lýsi yfir al­var­legum á­hyggjum af þeirri stefnu sem ís­lensk stjórn­völd virðist vera að móta í mál­efnum hælis­leit­enda sem sam­tökin segja að feli í sér að Út­lendinga­stofnun og Kæru­nefnd út­lendinga­mála neiti að líta til al­þjóð­legra skuld­bindinga eða ís­lenskra laga­á­kvæða um mál­efni ein­stak­linga í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu.

„Við krefjumst þess að konurnar, og börn þeirra þar sem um ræðir, fái sam­stundis og skil­yrðis­laust dvalar­leyfi á Ís­landi, við­eig­andi læknis­þjónustu og stuðning við að koma sér fyrir í ís­lensku sam­fé­lagi. No Bor­ders lýsa sam­stöðu með öllu fólki á flótta og krefjast þess að ís­lenska ríkið virði réttindi alls flótta­fólks, þar með talið kvenna í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu og barna þeirra,“ segir í yfir­lýsingunni.