Fé­lag at­vinnu­rek­enda segja lög­gjöf um tolla á græn­meti vera mein­gallaða og krefjast þess að sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra leggi nýtt frum­varp fram á Al­þingi. Tollar hækkuðu 1. júlí á nokkrum tegundum inn­flutts græn­meti. Það mun að mati FA hækka verð sem leiðir til þess að neyt­endur greiða mun meira fyrir á­kveðnar græn­metis­vörur á næstu vikum en á sama tíma í fyrra.

„Ekkert fram­boð er af við­komandi græn­metis­tegundum frá inn­lendum fram­leið­endum og eru því lagðir á verndar­tollar án þess að nokkuð sé að vernda,“ segir í frétta­til­kynningu frá FA.

Á gul­rætur leggst 30% verð­tollur, auk 136 króna magn­tolls á hvert kíló. Spergil­kál ber sömu­leiðis 30% verð­toll og 282 króna magn­toll á kíló. Kína­kál tekur á sig 30% verð­toll og 206 króna magn­toll á kíló.

Von á nokkur hundruð kíló af gulrótum


„Nánast ekkert fram­boð er af gul­rótum frá inn­lendum fram­leið­endum. Sam­kvæmt upp­lýsingum sem FA hefur aflað sér er von á nokkur hundruð kílóum af gul­rótum á næstu vikum, sem engan veginn anna eftir­spurn. Ekkert fram­boð er af kína­káli og spergil­káli og ó­ljóst hve­nær nokkuð af þeim vörum verður fáan­legt frá inn­lendum fram­leið­endum í ein­hverju magni,“ segir í fréttatil­kynningu FA.

Sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra flutti í fyrra frum­varp sem fól í sér ýmar breytingar á tolla­um­hverfi inn­flutnings bú­vara. Felld voru niður á­kvæði sem heimiluðu ráð­herra að gefa út svo­kallaðan skort­kvóta ef inn­lenda fram­leiðslu vantar á markaðinn en þess í stað skil­greind fast­á­kveðin tíma­bil, sem flytja má inn við­komandi vöru á lægri eða engum tolli.

FA gagn­rýndi þau á­kvæði frum­varpsins og lagði til veru­lega rýmkun á tíma­bilunum.

„Í með­förum at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis þrengdust þau hins vegar með áður­greindum af­leiðingum; tollar leggjast nú á inn­fluttu vöruna þótt engin inn­lend vara sé til og engin leið er að breyta því. Þetta mun hækka verð og gera má ráð fyrir að þetta valdi því að neyt­endur þurfi að greiða um­tals­vert hærra verð fyrir um­ræddar græn­metis­tegundir en þeir gerðu á sama tíma­bili í fyrra­sumar,“ segir í tilkynningunni.

„Lög­gjöfin sem tók gildi um ára­mótin er mein­gölluð“

„Dæmunum fer fjölgandi um að lög­gjöfin sem tók gildi um ára­mótin er mein­gölluð,“ segir Ólafur Stephen­sen fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­enda í frétta­til­kynningunni. „Það er full á­stæða til þess að ráð­herra leggi nýtt frum­varp fyrir Al­þingi, þar sem annað­hvort kemur aftur inn heimild til að gefa út skort­kvóta eða tíma­bil toll­frjáls inn­flutnings verða rýmkuð. Þetta á­stand; að lagðir séu á verndar­tollar til að vernda inn­lenda fram­leiðslu sem er ekki til, er al­gjör­lega fá­rán­legt.“