Ríkisstjórn Joe Biden er sögð kynnir síðar í dag skýrslu sem sýnir fram á að krónprins Sádi Arabíu, Mohammed bin Salman, samþykkti morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Greint er frá því í bandarískum miðlum að í skýrslunni komi fram að þrír bandarískir embættismenn staðfesti það en greinar Khashoggi í Washington Post voru mjög gagnrýnar á prinsinn og stefnumótun hans.
Greining leyniþjónustunnar er byggð að miklu leyti á vinnu CIA, eða Leyniþjónustu Bandaríkjanna, er ekki ný heldur frá árinu 2018.
Talið er þó að opinber birting gagnanna muni marka þáttaskil í stjórnmálasambandi Bandaríkjanna og Sádi Arabíu og muninum á nýjum forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, og fyrrverandi forseta Donald Trump og notkun þeirra á ótvíræðu tungumáli hvað varðar þátt Sádi Arabískra stjórnvalda í hrottafengnu morðinu á Khashoggi sem var fordæmt af þinginu, blaðamönnum og Sameinuðu þjóðunum.

Myrtur í Tyrklandi
Khashoggi hafði verið búsettur í Bandaríkjunum um skeið þar sem hann skrifaði meðal annars fyrir Washington Post en var í Tyrklandi þegar hann var myrtur. Khashoggi fór á ræðisskrifstofuna umræddan dag til þess að sækja pappíra fyrir væntanlega giftingu. Hann sást ekki aftur eftir það. Sádar þvertóku ítrekað fyrir það að hafa orðið blaðamanninum að bana en viðurkenndu að lokum að Khashoggi hafi látist á skrifstofunni, en sögðu það hafa verið af slysförum. Rannsókn tyrkneskra yfirvalda leiddi í ljós að sundurlimuðum líkamsleifum hans hafi verið hellt niður niðurfall eftir að hafa verið leystar upp í sýru.