Ríkis­stjórn Joe Biden er sögð kynnir síðar í dag skýrslu sem sýnir fram á að krón­prins Sádi Arabíu, Mohammed bin Sal­man, sam­þykkti morðið á blaða­manninum Jamal Khas­hoggi árið 2018. Greint er frá því í banda­rískum miðlum að í skýrslunni komi fram að þrír banda­rískir em­bættis­menn stað­festi það en greinar Khas­hoggi í Was­hington Post voru mjög gagn­rýnar á prinsinn og stefnu­mótun hans.

Greining leyni­þjónustunnar er byggð að miklu leyti á vinnu CIA, eða Leyni­þjónustu Banda­ríkjanna, er ekki ný heldur frá árinu 2018.

Talið er þó að opin­ber birting gagnanna muni marka þátta­skil í stjórn­mála­sam­bandi Banda­ríkjanna og Sádi Arabíu og muninum á nýjum for­seta Banda­ríkjanna, Joe Biden, og fyrr­verandi for­seta Donald Trump og notkun þeirra á ó­tví­ræðu tungu­máli hvað varðar þátt Sádi Arabískra stjórn­valda í hrotta­fengnu morðinu á Khas­hoggi sem var for­dæmt af þinginu, blaða­mönnum og Sam­einuðu þjóðunum.

Greint var fyrst frá málinu á vef Reu­ters

Myrtur í Tyrklandi

Khas­hoggi hafði verið bú­settur í Banda­ríkjunum um skeið þar sem hann skrifaði meðal annars fyrir Was­hington Post en var í Tyrk­landi þegar hann var myrtur. Khas­hoggi fór á ræðis­skrif­stofuna um­ræddan dag til þess að sækja pappíra fyrir væntan­lega giftingu. Hann sást ekki aftur eftir það. Sádar þver­tóku í­trekað fyrir það að hafa orðið blaða­manninum að bana en viður­kenndu að lokum að Khas­hoggi hafi látist á skrif­stofunni, en sögðu það hafa verið af slys­förum. Rann­sókn tyrk­neskra yfir­valda leiddi í ljós að sundur­limuðum líkams­leifum hans hafi verið hellt niður niður­fall eftir að hafa verið leystar upp í sýru.