John Snorri komst upp á topp K2. Þetta segja leitar­menn sem fundu lík hans og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánu­dag.

Þetta kemur fram á minningar­reikningi Sadpara á Twitter. Líkin af mönnunum fundust rétt fyrir ofan svo­kallaðan flösku­háls sem er síðasti á­fangi göngu­manna að toppnum.

Á búnaði mannanna sést að þeir voru á leið niður og telja leitar­mennirnir það stað­festa að þeir hafi náð toppnum. Svo virðist vera sem John Snorri og Ali Sadpara hafi lent í stormi á leið sinni niur og króknað úr kulda.