John Snorri komst upp á topp K2. Þetta segja leitarmenn sem fundu lík hans og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag.
Þetta kemur fram á minningarreikningi Sadpara á Twitter. Líkin af mönnunum fundust rétt fyrir ofan svokallaðan flöskuháls sem er síðasti áfangi göngumanna að toppnum.
Á búnaði mannanna sést að þeir voru á leið niður og telja leitarmennirnir það staðfesta að þeir hafi náð toppnum. Svo virðist vera sem John Snorri og Ali Sadpara hafi lent í stormi á leið sinni niur og króknað úr kulda.
for search of bodies and summiting the K-2 in honour and as tribute to his companions. As per instruments and presence of fig8 it is now confirmed that climbers had summited K2 in winters and were frozen to death due to storm on their way back. #MissionSadpara #HonourAliSadpara
— Team Ali Sadpara (@ali_sadpara) July 28, 2021