Í dag er alþjóðleg­ur dag­ur kanna­bis-reyk­inga, svokallaður 4/20 dagur, og kemur fólk saman um allan heim til að reykja gras. Twitter síðan, Statistics That Matter, birti í dag tölfræði þar sem fram kemur að Ís­lendingar reyki meira kanna­bis en nokkur önnur þjóð. Sú tölfræði byggir á gögnum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2017.

Misskilningur sem dúkkar oft upp

Gögnin frá Sameinuðu þjóðunum eru tekin úr skýrslu sem Landlæknisembættið tók saman árið 2012. Könnun þeirra með svörun upp á rúm 58 prósent, þá sögðust 35,9 prósent Íslendinga á aldrinum 18-67 hafa einhvern tímann prófað kannabis. Af þeim sem sögðust hafa prófað einhvern tímann höfðu 18,3 prósent reykt gras árið á undan. Þessar tölur nota Sameinuðu þjóðirnar til að komast að niðurstöðunni.

Vísir greindi frá því árið 2015, að 6,6 prósent væri hið rétta hlutfall, ekki 18,3 prósent.

Breska dagblaðið, Telegraph, setti saman kort af þeim löndum sem reykja mest gras í heiminum, byggt á sömu rangfærslu.

Leitarorðið 4/20 er vinsælt í dag á Twitter og eru netverjar um allan heim að tjá sig um kannabisneyslu. Ísframleiðendurnir Ben & Jerry's deildu færslu um áframhaldandi óréttlæti í Bandaríkjunum, en talsvert fleira svart fólk er handtekið vegna kannabisneyslu heldur en hvítt fólk.

Þungarokkhljómsveitin Black Sabbath óskaði fylgjendum sínum gleðilegan 4/20 dag.

Forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard skrifaði færslu um mikilvægi þess að lögleiða maríjúana.