Ís­lenskur karl­maður var á laugar­daginn hand­tekinn í Kaup­manna­höfn eftir að hafa stungið annan mann í hálsinn við bar á Strikinu en danski miðillinn Ekstra­bladet greindi frá málinu um helgina og DV greindi fyrst frá ís­lenskra miðla.

„Ég og vinur minn eltum á­rásar­manninn, stóran húð­flúraðan ís­lenskan náunga, sem hafði stuttu áður legið og barist við annan mann á jörðinni,“ sögðu vitni í sam­talið við Ekstra­bladet, en þau höfðu þá elt manninn að Bur­ger King við Ráð­hús­torgið og látið lög­reglu vita. Maðurinn náðist þegar hann var við það að henda hnífnum í rusla­tunnu við staðinn.

Maðurinn var handtekinn á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.
Fréttablaðið/Getty

Að sögn annarra vitna var hand­takan dramatísk og virtist Ís­lendingurinn vera allur í blóði. Þá hafi um tuttugu lög­reglu­þjónar staðið vörð í kringum manninn til að halda fólki í burtu. Lög­regla stað­festi að maðurinn hafi verið stunginn í hálsinn og væri á spítala en sögðu hann ekki vera í lífs­hættu.