Flug­vél ung­verska flug­fé­lagsins Wizz air varð að lenda á flug­vellinum í Stafangri í Noregi í morgun eftir að karl­maður á sjö­tugs­aldri sem sagður er ís­lenskur reyndi að brjóta sér leið inn í flug­stjórnar­klefa vélarinnar. Þetta kemur fram í frétt norska miðilsins TV2.

Í fréttinni kemur fram að flug­menn vélarinnar hafi séð sig til­neydda til að til­kynna að verið væri að reyna að ræna vélinni og gafst þeim leyfi til að lenda vélinni á um­ræddum flug­velli. Lög­reglu­menn hand­tóku manninn á vellinum.

Talið er að maðurinn hafi verið undir á­hrifum á­fengis en vélin var á leið til Kefla­víkur frá Ung­verja­landi. Þó nokkur við­búnaður var á flug­vellinum, þar sem bæði slökkvi­lið og lög­regla biðu vélarinnar.

Lög­reglan í Stafangri segir að málið sé nú til rann­sóknar en að­dragandi málsins liggur ekki ljós fyrir. Engan sakaði og er vélin nú á leið til Kefla­víkur. Á­höfn vélarinnar kom böndum á manninn áður en honum tókst að ræna vélinni.