Á um­hverfis­fundi Sam­einuðu þjóðanna í Naíró­bí fyrir skömmu lýstu nokkrir full­trúar pirringi yfir að Evrópu­búar virðast lamaðir vegna stríðsins í Evrópu, á meðan þróunar­lönd sem búa oft við átök í sínu nær­um­hverfi ná að halda á­fram al­þjóð­legu um­hverfis­sam­starfi. Nokkrum al­þjóð­legum leið­toga­fundum Sam­einuðu þjóðanna hefur verið frestað vegna stríðsins, til dæmis um nýja sátt­mála um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika og gegn plasti í hafinu.

Árni Finns­son, for­maður Náttúru­verndar­sam­taka Ís­lands, segir al­var­legt mál að inn­rásin í Úkraínu hafi haft nei­kvæð á­hrif á vonir mann­kyns um mikil­vægar mót­vægis­að­gerðir til varnar hnatt­rænni hlýnun.

„Fyrir nokkrum mánuðum á­kvað ESB að gas væri „græn orka“ til bráða­birgða. Það breyttist snar­lega þegar Rússar réðust inn í Úkraínu,“ segir Árni.

Í Þýska­landi og fleiri ríkjum er nú talað um að dusta rykið af mjög mengandi kola­orku­verum sem verða að ó­breyttu gang­sett í haust eftir að hafa staðið lokuð um skeið. Rúss­neskt gas streymir í minna mæli um heims­byggðina en áður og fram­leiðsla á endur­nýjan­legri orku virðist ekki næg til að Vestur­lönd telji sig geta plumað sig án rúss­neska gassins þótt minna sé keypt en fyrir inn­rás.

„Af­leiðingin er að þessi ríki eru háð stríðs­herra sem fremur hvert glæpa­verkið á eftir öðru“

„Ekki er gott að segja hversu langan tíma tekur fyrir Evrópu, ekki síst Þýska­land, að auka fram­leiðslu á endur­nýjan­legri orku til að bæta upp mikið magn olíu og gass frá Rúss­landi og komast hjá að fjár­magna stríðið gegn Úkraínu,“ segir Árni.

„En það er sannar­lega pín­legt að sú stefna Angelu Merkel að eiga upp­byggi­leg sam­skipti við Pútín reynist byggð á sandi. Sömu­leiðis pín­legt fyrir Mercedes Benz, BMW og Volkswa­gen, sem eru enn á eftir Tesla í hönnun og fram­leiðslu á raf­knúnum bílum.“

Árni segir á­standið ekki batna við að Greta Thun­berg bendi stöðugt á að ríkis­stjórnir Vestur­landa segi eitt og geri annað.

„Af­leiðingin er að þessi ríki eru háð stríðs­herra sem fremur hvert glæpa­verkið á eftir öðru,“ segir Árni og á við Pútín.