Íslandsdeild Sea Sheph­erd segir í til­kynn­ing­u að þau séu „gríð­ar­leg­a von­svik­in“ að Hval­ur hf. fái að hald­a á­fram hval­veið­um en hval­veið­i­skip fyr­ir­tæk­is­ins hald­a brátt út til veið­a en fóru í vik­unn­i út til að still­a komp­ás og ann­að.

Sam­tök­in skip­u­leggj­a nú sam­vinn­u við Sea Sheph­erd í Bret­land­i her­ferð gegn hvalveiðum, eða því sem þau kall­a vist­fræð­i- og sið­fræð­i­leg grimmd­ar­verk.

„Kristj­án Lofts­son hef­ur áður þurft að drag­a sig í hlé frá veið­um á með­an hann sætt­i rann­sókn­um. Hann tel­ur sig ekki ein­ung­is haf­inn yfir lög, hann held­ur á­fram að svert­a í­mynd Ís­lands á al­þjóð­a­vett­vang­i með því að við­hald­a til­gangs­laus­um dráp­um án nokk­urr­ar eft­ir­spurn­ar og á kostn­að heils­u sjáv­ar og lofts­lags sem og fjöl­breyt­i­leik­a teg­und­a. Af öllu því sem hægt er að gera við fal­leg­u firð­in­a okk­ar, hef­ur hann á­kveð­ið enn og aft­ur að fyll­a þá blóð­i,“ seg­ir í til­kynn­ing­unn­i frá sam­tök­un­um

Fjall­að var um það í Frétt­a­blað­in­u í dag að nærr­i tveir þriðj­u að­spurðr­a, 64,3 prós­ent, telj­a hval­veið­ar skað­a orð­spor Ís­lands sam­kvæmt nýrr­i könn­un sem Mask­ín­a gerð­i fyr­ir Nátt­úr­u­vernd­ar­sam­tök Ís­lands. 29,6 prós­ent telj­a að þær hafi ekki á­hrif og 6,1 prós­ent að þær hafi góð á­hrif.