Barmar hraun­tjarnarinnar við gos­stöðvarnar brustu til norðurs seinni­part dags. Þetta kemur fram í færslu Eld­fjalla- og náttúru­vá­rhóps Suður­lands.

„Gríðar­­mikil hraun­á tók þá stefnuna inn í dal­verpið fyrir innan gígana, en sú á mun ekki ná langt sökum lands­lagsins sem þar mætir henni. Með­limur ENSu fylgdist með þessum breytingum á staðnum og er ljóst að hraunáin sem streymt hefur inn í Mera­dali hefur minnkað veru­­lega á sama tíma og áin tók að streyma til norðurs,“ segir í færslur hópsins.

„Virðist jafn­vel vera sem svo að hraun­jaðarinn þar, sem spáð hefur verið að fari úr Mera­­dölum á næstu dögum, sé orðinn ein­angraður og ekki lengur "lifandi," segir það enn fremur en myndirnar af breytingunum eru að­gengi­legar í færslunni að neðan.

Magnús Tumi Guð­munds­son, eld­fjalla­fræðingur, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag að hraunið væri á leið til suðurs en erfitt væri að segja hve­nær það færi upp úr dalnum.

„Ég veit það ekki ná­­kvæm­­lega, en þetta er búið að hækka um sjö til átta metra á síðustu tveim sólar­hringum,“ segir Magnús og bætir við „Ef þetta heldur á­­fram svona þá fer að flæða þarna yfir núna á næstu klukku­­tímum eða á næsta sólar­hring,“ sagði Magnús.

Eld­­fjalla­­fræði og náttúru­vá­r­hópur Há­­skóla Ís­lands birti í dag til­­­kynningu um mælingar sem fóru fram ná­lægt gosinu en niður­­­stöður þeirra voru að hraunið ætti einungis eftir um 1 metra áður en það tæki að flæða úr dölunum. Hópurinn tekur í sama streng og Magnús Tumi á face­book síðu sinni og bendir á að hraunið muni flæða um Ein­hlíðar­sand á veg­­ferð sinni að veginum.

Flug­mælingar fara fram á morgun ef veður leyfir. „Það er mjög mikil­­vægt að við náum því“ segir Magnús Tumi og að at­burða­­rásin undan­farið hafi verið ansi hröð.

Verið sé nú að reikna hversu mikið flæði þurfi til áður en hraunið flæði í gegnum Ein­hlíðar­sand og að veginum.