Gylfi Sigurðs­son, leik­maður E­ver­ton og ís­lenska lands­liðsins í knatt­spyrnu er til rann­sóknar lög­reglu í Manchester á Eng­landi vegna meints brots gegn barni, að því er mbl.is greinir frá.

Frétta­blaðið greindi í gær frá til­kynningu frá E­ver­ton. Þar kom fram stað­festing þess efnis að leik­maður úr aðal­liði fé­lagsins hefði verið settur í bann vegna lög­reglu­rann­sóknar.

Áður hafði komið fram í breskum götu­blöðum að 31 árs gamall fót­bolta­maður sem spili reglu­lega með sínu lands­liði hafi verið hand­tekinn. Við­komandi var ekki nafn­greindur af laga­legum á­stæðum.

Leik­maðurinn hefði verið hand­tekinn á föstu­dag og síðan látinn laus gegn tryggingu. Þá hafi hús­leit verið gerð hjá leik­manninum fyrr í mánuðinum og hald lagt á hluti leik­mannsins.

Í til­kynningu E­ver­ton kom fram að fé­lagið hyggist halda á­fram að að­stoða yfir­völd við þeirra rann­sókn. Ekki yrði við­hafst öðru­vísi að svo stöddu.