Fé­lag Prest­vígðra kvenna fer fram á af­sögn séra Arnaldar Bárðar­sonar, formanns Presta­fé­lags Ís­lands. Þetta kemur fram í nýrri í ályktun Félags prestvígðra kvenna.

Fé­lags­fundur Fé­lags prest­vígðra kvenna var haldinn í gær­kvöldi, þar sem út­varps­við­tal Arnaldar á Út­varpi Sögu í síðustu viku var meðal annars rætt.

Í á­lyktuninni kemur fram að á þeim vett­vangi hafi hann rætt um mál ein­stak­linga sem eru fé­lags­fólk í Presta­fé­lagi Ís­lands og varði kvörtun til teymis Þjóð­kirkjunnar um kyn­bundið of­beldi, kyn­ferðis­lega á­reitni og ein­elti.


„Orð sem for­maðurinn lét falla í við­talinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda,“ segir í á­lyktuninni.

Félag prestvígðra kvenna fundaði í Langholtskirkju í gær.
Fréttablaðið/Gunnar V. Andrésson / GVA

Þá segir að mikil­vægt sé að komi fram, að for­maður Presta­fé­lags Ís­lands hafi, áður en hann fór í við­talið á Út­varpi Sögu, haft sam­band við tvo þol­endur í þeim til­gangi að honum hefði verið falið, fyrir hönd Biskups­stofu, að vinna að úr­lausn þessa máls sem for­maður Presta­fé­lags Ís­lands.

„Stað­fest hefur verið að honum var ekki fengið þetta um­boð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið af­stöðu með gerandanum. Því á­lyktar Fé­lag prest­vígðra kvenna að for­maður PÍ sé van­hæfur til þess að gæta hags­muna alls fé­lags­fólks vegna þess að hann tók með­vitaða af­stöðu í of­beldis­máli með geranda“ segir í á­lyktun. Því sé farið fram á af­sögn formanns Presta­fé­lags Ís­lands.

Fé­lag prest­vígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um ein­elti, kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið á­reiti og of­beldi innan Þjóð­kirkjunnar, og fagnar af­stöðu Biskups Ís­lands gegn öllu of­beldi innan Þjóð­kirkjunnar.

Á­lyktunina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Á­lyktun frá Fé­lagi prests­vígðra kvenna haldinn í Lang­holts­kirkju fimmtu­daginn 15. septem­ber 2022.

Föstu­daginn 9. septem­ber s.l. var á Út­varpi Sögu út­varpað við­tali við for­mann Presta­fé­lags Ís­lands, hér eftir PÍ. Þar ræddi for­maðurinn um mál ein­stak­linga sem eru fé­lags­fólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóð­kirkjunnar um kyn­bundið of­beldi, kyn­ferðis­lega á­reitni og ein­elti. Orð sem for­maðurinn lét falla í við­talinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda.

Mikil­vægt er að fram komi að for­maður PÍ hafði áður en hann fór í þetta við­tal haft sam­band við tvo þol­endur í þeim til­gangi að fá upp­lýsingar um málið og gera lítið úr trú­verðug­leika teymisins. Í öðru til­vikinu hélt for­maður því fram í sam­tali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskups­stofu að vinna að úr­lausn þessa máls sem for­maður PÍ. Stað­fest hefur verið að honum var ekki fengið þetta um­boð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið af­stöðu með gerandanum.

Því á­lyktar Fé­lag prests­vígðra kvenna að for­maður PÍ sé van­hæfur til þess að gæta hags­muna alls fé­lags­fólks vegna þess að hann tók með­vitaða af­stöðu í of­beldis­máli með geranda.

Fé­lag prests­vígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um ein­elti, kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið á­reiti og of­beldi innan Þjóð­kirkjunnar.

Fé­lagið fagnar ein­dreginni af­stöðu Biskups Ís­lands gegn öllu of­beldi innan Þjóð­kirkjunnar.

Fé­lag prest­vígðra kvenna fer fram á af­sögn formanns Presta­fé­lags Ís­lands.“

Sent fyrir hönd kvenna í FPK, Guð­björg Jóhannes­dóttir.