Út­lendinga­stofnun segir að á engu stigi máls­með­ferðar Kehdr fjöl­skyldunnar hafi verið borið á því að um­sækj­endur óttuðust kyn­færa­li­m­lestingar ef þeim yrði gert að snúa til síns heima. Þetta er meðal þess sem fram kemur í til­kynningu frá stofnuninni.

Til­efnið eru um­mæli Magnúsar Davíðs Nor­dahl, lög­manns fjöl­skyldunnar. Í gær full­yrti hann að víða hefði pottur verið brotinn í þeirri máls­með­ferð sem fjöl­skyldna hefði fengið hjá Út­lendinga­stofnun.

Hann sagði stjórn­völd aldrei hafa kannað hvort móðir og dóttir væru í sér­­stak­­lega við­­kvæmri stöðu með til­­liti til þess að yfir 90% kvenna í Egypta­landi hafi orðið fyrir kyn­­færa­li­m­­lestingu.

Í til­kynningu frá Út­lendinga­stofnun segir að í máli fjöl­skyldunnar hafi verið um að ræða beiðni um al­þjóð­leg vernd á grund­velli of­sókna á hendur fjöl­skyldu­föðurnum. Það hafi í­trekað komið fram í máli Magnúsar.

„Tekin voru við­töl við for­eldrana og eldri börnin tvö auk þess sem tals­maður lagði fram greinar­gerð í málinu. Á engu stigi málsins var því borið við að um­sækj­endur óttuðust kyn­færa­li­m­lestingar ef þeim yrði gert að snúa aftur til heima­lands og var sú máls­á­stæða því ekki sér­stak­lega til um­fjöllunar í niður­stöðu Út­lendinga­stofnunar,“ segir í til­kynningunni.

Á­vallt fari fram skoðun á að­stæðum í heima­ríki, sem taki til al­mennra þátta svo sem stjórnar­fars, mann­réttinda og fé­lags­legra að­stæðna.

Á grund­velli slíkrar skoðunar er tekið til­lit til þess hvort kerfis­bundnar of­sóknir eða al­mennt á­stand í við­komandi ríki sé með þeim hætti að til­efni sé til þess að veita al­þjóð­lega vernd. Í á­kvörðunum Út­lendinga­stofnunar og úr­skurðum kæru­nefndar er vísað til þeirra heimilda, skýrslna og annarra upp­lýsinga, sem liggja til grund­vallar niður­stöðunni.

„Við mat á um­sókn barns um al­þjóð­lega vernd ber auk þess á­vallt að hafa það sem barninu er fyrir bestu að leiðar­ljósi. Á­hersla er lögð á mikil­vægi þess að tryggja einingu fjöl­skyldunnar og al­mennt hefur verið lagt til grund­vallar að hags­munum barns sé best borgið með því að sú eining sé tryggð.

Ekki er þó tekin á­kvörðun um að vísa barni frá landinu í fylgd for­eldra nema komist hafi verið að þeirri niður­stöðu að hvorki barn né for­eldrar þess upp­fylli skil­yrði þess að fá al­þjóð­lega vernd og að hags­munum barnsins, öryggi þess og vel­ferð, sé ekki stefnt í hættu með því að það fylgi for­eldrum sínum aftur til heima­lands.“