Vott­orð fyr­ir ból­u­setn­ing­u gegn COVID-19, fyrr­a smit eða ný­leg COVID-próf eru í þró­un víða um heim. Sú vinn­a er langt kom­in hjá Evróp­u­sam­band­in­u og eru fjög­ur ból­u­efn­i á list­a yfir þau sem sam­þykkt eru sem vörn gegn COVID og gera fólk­i kleift að fá vott­orð sem ger­ir því auð­veld­ar­a um vik að ferð­ast til og um álf­un­a. Vott­orð ESB er í form­i QR-kóða, ann­að hvort á far­sím­a eða út­prent­uð­u. Er hann er skann­að­ur veit­ir það upp­lýs­ing­ar um COVID-tengt heils­u­far fólks.

Á list­a ESB eru ból­u­efn­i Pfiz­er/Bi­oN­Tech, Mod­ern­a, Jans­sen og AstraZ­en­e­ca. Þett­a eru þó ekki einu ból­u­efn­in sem not­uð eru gegn COVID en þau sem eru með mark­aðs­leyf­i í Evróp­u. Hvað­a ból­u­efn­i verð­a tek­in gild hvar er höf­uð­verk­ur sem ferð­a­menn munu stand­a framm­i fyr­ir á næst­unn­i.

Eins og sak­ir stand­a mun ESB sam­þykkj­a fjög­ur ból­u­efn­i.
Fréttablaðið/AFP

Afrík­u­sam­band­ið hef­ur gagn­rýnt ESB fyr­ir að sam­þykkj­a ekki Co­vish­i­eld, út­gáf­u af ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca sem not­uð er til ból­u­setn­ing­ar í gegn­um COVAX-verk­efn­ið um ból­u­setn­ing­ar í fá­tæk­ar­i lönd­um, sem ból­u­efn­i sem vott­orð fæst fyr­ir. Co­vish­i­eld er fram­leitt af Ser­um-stofn­un­inn­i á Ind­land­i sem einn­ig fram­leið­ir ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca. Því hef­ur ver­ið dreift til fjöl­margr­a Afrík­u­ríkj­a.

Glas með Co­vish­i­eld.
Fréttablaðið/AFP

Hið 54 ríkj­a Afrík­u­sam­band send­i frá sér yf­ir­lýs­ing­u á mán­u­dag­inn þar sem þess­ar á­ætl­an­ir ESB voru harð­leg­a gagn­rýnd­ar og sagð­ar leið­a til mis­mun­un­ar gegn ferð­a­löng­um frá Afrík­u.

Að sam­þykkj­a ekki Co­vish­i­eld ógn­ar „jafn­ræð­i í með­ferð á fólk­i sem feng­ið hef­ur ból­u­setn­ing­u í lönd­um sem njót­a góð af COVAX, sem nýt­ur stuðn­ings ESB, þar á með­al í flest­um ríkj­um Afrík­u­sam­bands­ins,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unn­i. Þar seg­ir enn frem­ur að verð­i þett­a nið­ur­stað­an, að Co­vish­i­eld kom­ist ekki á list­a ESB, leið­i það til tak­mark­an­a á ferð­a­frels­i þeirr­a sem koma frá Afrík­u til Evróp­u og mik­ill­a fjár­hags­legr­ar byrð­i vegn­a kostn­að­ar við COVID-próf.

Ból­­u­­sett með Co­vish­i­eld í Kong­­ó.
Fréttablaðið/EPA