Talið er líklegt að Meghan Markle muni koma fram í viðtali hjá þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres, sem sagðist á dögunum vera mjög spennt fyrir því.
Umræður um viðtalið hafa verið á kreiki undanfarið og telja fjölmiðlar ytra að Ellen hafi staðfest það þegar það náðist myndband af henni í göngutúr og hún spurð út í það hvort hún væri spennt fyrir því að taka viðtal við Meghan. Svar Ellen var einfalt: „Að sjálfsögðu er ég spennt.“
Viðtalið haldið á leynilegum stað
Ellen hefur áður rætt parið opinberlega og kemur hún því reglulega til varnar. Ellen segir þau eitt jarðbundnasta og samúðarfyllsta fólk sem hún hefur kynnst.
Heimildarmenn þáttanna hafa einnig greint frá því að viðtalið verði haldið á leynilegum stað þar sem það gætu fylgt því of miklar áskoranir að taka það upp í hefðbundnu stúdíói Ellen. Þá sögðu heimildarmennirnir einnig að Ellen vildi setjast niður og taka viðtal við Meghan og Harry bæði í einu.