Talið er lík­legt að Meg­han Mark­le muni koma fram í við­tali hjá þátta­stjórnandanum Ellen DeGeneres, sem sagðist á dögunum vera mjög spennt fyrir því.

Um­ræður um við­talið hafa verið á kreiki undan­farið og telja fjöl­miðlar ytra að Ellen hafi stað­fest það þegar það náðist mynd­band af henni í göngu­túr og hún spurð út í það hvort hún væri spennt fyrir því að taka við­tal við Meg­han. Svar Ellen var ein­falt: „Að sjálf­sögðu er ég spennt.“

Viðtalið haldið á leynilegum stað

Ellen hefur áður rætt parið opin­ber­lega og kemur hún því reglu­lega til varnar. Ellen segir þau eitt jarð­bundnasta og sam­úðar­fyllsta fólk sem hún hefur kynnst.

Heimildar­menn þáttanna hafa einnig greint frá því að við­talið verði haldið á leyni­legum stað þar sem það gætu fylgt því of miklar á­skoranir að taka það upp í hefð­bundnu stúdíói Ellen. Þá sögðu heimildar­mennirnir einnig að Ellen vildi setjast niður og taka við­tal við Meg­han og Harry bæði í einu.